Handbolti

Arnór skoraði sex mörk fyrir FCK

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór hefur jafnað sig á meiðslum sínum og var góður í kvöld.
Arnór hefur jafnað sig á meiðslum sínum og var góður í kvöld. Mynd/Birkir Baldvinsson

Arnór Atlason skoraði sex mörk fyrir FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld, er liðið vann góðan sjö marka sigur á Viborg á heimavelli, 33-26.

FCK heldur því góðu þriggja stiga forystu á GOG en bæði lið eru nú komin í jóla- og vetrarfrí fram yfir EM í Noregi.

Sextánda umferðin klárast þó ekki fyrr en á morgun með fjórum leikjum.

Einn annar leikur fór fram í kvöld er Skjern vann stórsigur á botnliði Skanderborg á útivelli, 41-22. Vignir Svavarsson skoraði sex mörk fyrir Skjern sem er í þriðja sæti, fimm stigum á eftir FCK.

Århus, lið Sturla Ásgeirssonar, og Kolding geta einnig komist í 21 stig á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×