Handbolti

GOG nálgast toppsætið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði sex mörk fyrir GOG í kvöld.
Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði sex mörk fyrir GOG í kvöld.

GOG vann í kvöld sigur á Fredericia á útivelli en fimm íslenskir handboltakappar komu við sögu í leiknum.

GOG vann leikinn, 34-31, og er þar með aðeins einu stigi á eftir FCK sem er á toppi deildarinnar. FCK á reyndar leik til góða.

Ásgeir Örn Hallgrímsson var markahæstur í liði GOG með sex mörk en Snorri Steinn Guðjónsson skoraði þrjú mörk.

Hjá Fredericia skoraði Hannes Jón Jónsson þrjú mörk og Gísli Kristjánsson eitt. Fannar Þorbjörnsson komst ekki á blað í leiknum.

Fredericia er nú byrjað að dragast aftur úr í toppslagnum eftir góða byrjun en liðið er í áttunda sæti deildarinnar með sautján stig. Það er reyndar stutt í þriðja sætið þar sem AGF, Kolding og Skjern eru með nítján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×