Handbolti

Þórir Ólafsson viðbeinsbrotinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þórir Ólafsson í leik með Lübbecke.
Þórir Ólafsson í leik með Lübbecke. Mynd/Heimasíða Lübbecke/Oliver Krato

Handboltakappinn Þórir Ólafsson brotnaði á þremur stöðum í viðbeini á æfingu með þýska liðinu TuS N-Lübbecke.

Hann verður frá af þessum sökum fram í marsmánuð á næsta ári. Þjálfari liðsins, Zlatko Feric, sagði að um mikið áfall væri að ræða fyrir hann og liðið.

„Þetta er mikið áfall fyrir okkur," sagði hann. „Við höfum nú þegar lent í miklum meiðslavandræðum á tímabilinu."

Áður höfðu þeir Nikola Blazicko og Oliver Tesch hlotið erfið meiðsli.

Þórir mun gangast undir aðgerð á morgun á sjúkrahúsi í Lübbecke.

Liðið stendur í miklum fallslag og er í næstneðsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með fimm stig eftir fjórtán leiki. Markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson leikur einnig með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×