Thierry Henry verður frá keppni næstu tvær vikurnar að minnsta kosti en hann hefur misst af síðustu tveimur leikjum Barcelona sem hefur báðum lyktað með jafntefli.
Um er að ræða álagsmeiðsli í mjaðmagrind sem hafa farið síversnandi undanfarnar vikur. Hann mun á næstunni gangast undir sérstaka meðferð sem er ætluð til að bæta ástand hans.
Henry missir sennilega af leikjum Barcelona gegn Deportivo og Valencia í deildinni og gegn Stuttgart í Meistaradeildinni.
Eiður Smári Guðjohnsen hefur undanfarið verið í byrjunarliði Barcelona en margir leikmanna liðsins eiga við meiðsli að stríða.