Handbolti

Ciudad með þriggja stiga forystu á toppnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real eru á toppi spænsku deildarinnar.
Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real eru á toppi spænsku deildarinnar. Mynd/Vilhelm

Ciudad Real vann í gær sex marka sigur á Almería, 31-25, eftir að hafa verið með eins marks forystu í hálfleik, 15-14.

Ólafur Stefánsson náði ekki að skora í leiknum. Ciudad Real er með þriggja stiga forystu á toppi spænsku deildarinnar en liðiið hefur aðeins tapað einum leik af tólf.

Sex leikir eru á dagskrá í kvöld en umferðin klárast á morgun með viðureign Ademar Leon, liði Sigfúsar Sigurðssonar og Valladolid.

Ademar er í fimmta sæti deildarinar með fjórtán stig en Barcelona þarf að vinna Portland San Antonio í dag til að minnka bilið í Ciudad Real aftur í eitt stig. Ciudad og Barcelona eru á góðri leið með að stinga af í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×