Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sem standa yfir í Meistaradeild Evrópu. Liverpool og Porto standa jöfn 1-1 í hálfleik þar sem Torres kom heimamönnum yfir á 19. mínútu en eftir það hresstust gestirnir og Lopez jafnaði með laglegum skalla eftir 33 mínútur.
Í hinum leiknum í A-riðli er Besiktas yfir 1-0 í hálfleik gegn Marseille og ef leikar færu þannig í kvöld yrði Liverpool í neðsta sæti eftir leiki kvöldsins.
Í B-riðlinum Chelsea er að gera gott mót í Noregi og hefur yfir 3-0 í hálfleik gegn Rosenborg þar sem Drogba er kominn með tvö mörk og Alex eitt. Staðan í leik Valencia og Schalke er 0-0.
Í C-riðli er Bremen yfir 2-1 gegn Real Madrid þar sem Rosenberg og Sanogo skoruðu mörk Þjóðverjanna en Robinho skoraði fyrir spænska liðið. Þá er staðan í leik Lazio og Olympiakos 1-1 þar sem Pandev og Galletti skoruðu mörkin.
Í D-riðli er staðan hjá Benfica og Milan jöfn 1-1 þar sem Pirlo kom Milan yfir á 15. mínútu en Pereira jafnaði fimm mínútum síðar fyrir heimamenn. Þá er Staðan 1-1 hjá Celtic og Shaktar í Glasgow þar sem Brandao kom Shaktar yfir á fjórðu mínútu en Jarosik jafnaði rétt áður en flautað var til leikhlés.