Viðsnúningur á erlendum mörkuðum 26. nóvember 2007 16:26 Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum en gengi helstu vísitalna þar í landi tók snarpa dýfu seinni part dags. Mynd/AP Snarpur viðsnúningur varð á gengi helstu hlutabréfavísitalna á Vesturlöndum skömmu eftir hádegi í dag þegar bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs greindi frá því að líkur væru á að HSBC, einn af stærsti bönkum heims, gæti neyðst til þess að afskrifa tólf milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 760 milljarða íslenskra króna, útlán. Fréttaveita Bloomberg segir ljóst að enn eigi eftir að dýpka á undirmálslánakrísunni, sem hefur plagað fjármálafyrirtæki víða um heim vegna mikilla vanskila á fasteignalánum vestanhafs. Bloomberg hefur hins vegar eftir fulltrúum nokkurra af stærstu bönkum Bandaríkjanna, að þeir vilji ekki tjá sig um málið. Þá spilar inn í að bandarískir bankar lækkuðu verðmat sitt á nokkrum af stærstu byggingaverktökum vestanhafs í dag. Gengi helstu vísitalna var á uppleið fram eftir degi en snérist snarlega við eftir að fréttin birtist. FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkaði um 0,9 prósent og vísitölur í öðrum löndum litlu minna. Þá lækkaði Dow Jones-vísitalan í Bandaríkjunum snarlega en hún hefur það sem af er dags lækkað um 0,25 prósent. Nasdaq-vísitalan hefur sveiflast nokkuð en hún hefur lækkað um rúm 0,6 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Snarpur viðsnúningur varð á gengi helstu hlutabréfavísitalna á Vesturlöndum skömmu eftir hádegi í dag þegar bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs greindi frá því að líkur væru á að HSBC, einn af stærsti bönkum heims, gæti neyðst til þess að afskrifa tólf milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 760 milljarða íslenskra króna, útlán. Fréttaveita Bloomberg segir ljóst að enn eigi eftir að dýpka á undirmálslánakrísunni, sem hefur plagað fjármálafyrirtæki víða um heim vegna mikilla vanskila á fasteignalánum vestanhafs. Bloomberg hefur hins vegar eftir fulltrúum nokkurra af stærstu bönkum Bandaríkjanna, að þeir vilji ekki tjá sig um málið. Þá spilar inn í að bandarískir bankar lækkuðu verðmat sitt á nokkrum af stærstu byggingaverktökum vestanhafs í dag. Gengi helstu vísitalna var á uppleið fram eftir degi en snérist snarlega við eftir að fréttin birtist. FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkaði um 0,9 prósent og vísitölur í öðrum löndum litlu minna. Þá lækkaði Dow Jones-vísitalan í Bandaríkjunum snarlega en hún hefur það sem af er dags lækkað um 0,25 prósent. Nasdaq-vísitalan hefur sveiflast nokkuð en hún hefur lækkað um rúm 0,6 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira