Fréttastofa Reuters greindi frá því í dag að vel gæti verið að Frank Rijkaard gefi Eiði Smára Guðjohnsen tækifæri í byrjunarliði Barcelona í leiknum gegn Recreativo Huelva á morgun.
Eiður verður í leikmannahópi Barcelona á morgun en Reuters segir einnig að mögulegt sé að Ronaldinho verði hvíldur á morgun vegna ökklameiðsla hans. Ronaldinho er þó einnig í leikmannahópnum.
Hópur Barcelona gegn Recreativo: Valdés, Jorquera, Abidal, Sylvinho, Military, Oleguer, Zambrotta, Puyol, Márquez, Touré Wound, Xavi, Iniesta, Eiður Smári, Ronaldinho, Bojan, Ezquerro, Messi og Henry.