Evrópskir markaðir á uppleið 22. nóvember 2007 14:19 Við kauphöllina í Lundúnum í Bretlandi. Gengi hlutabréfa á aðallista hefur almennt hækkað þar í dag. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag eftir lækkun upp á síðkastið. Fjármálamarkaðir í Bandaríkjunum eru hins vegar lokaðir í dag vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar. Gengi dalsins dalaði frekar í dag gagnvart evru en fjárfestar telja líkur á að bandaríski seðlabankinn muni lækka stýrivexti frekar fyrir árslok og koma þannig í veg fyrir að þrengingar á fasteignalánamarkaði setji frekara skarð í þarlent efnahagslíf. Gengi bréfa í lyfja-, orku- og fjarskiptafyrirtækjum hefur hækkað mest það sem af er dags enda virðist sem fjárfestar hafi leitað þar skjóls eftir dapurt gengi banka og fjármálafyrirtækja upp á síðkastið, að því er fréttaveita Bloomberg greinir frá. Gengi hlutabréfavísitalna á Norðurlöndunum hefur á sama tíma sveiflast nokkuð í dag og munar talsverðu á aðalvísitölunni í Danmörku, sem hefur verið á uppleið, og hinni sænsku, sem hefur lækkað um tæp 0,40 prósent. Til samanburðar hefur Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni lækkað um 0,71 prósent í dag. Vísitalan stendur nú í 6.735 stigum og hefur ekki verið lægri síðan um miðjan janúar. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag eftir lækkun upp á síðkastið. Fjármálamarkaðir í Bandaríkjunum eru hins vegar lokaðir í dag vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar. Gengi dalsins dalaði frekar í dag gagnvart evru en fjárfestar telja líkur á að bandaríski seðlabankinn muni lækka stýrivexti frekar fyrir árslok og koma þannig í veg fyrir að þrengingar á fasteignalánamarkaði setji frekara skarð í þarlent efnahagslíf. Gengi bréfa í lyfja-, orku- og fjarskiptafyrirtækjum hefur hækkað mest það sem af er dags enda virðist sem fjárfestar hafi leitað þar skjóls eftir dapurt gengi banka og fjármálafyrirtækja upp á síðkastið, að því er fréttaveita Bloomberg greinir frá. Gengi hlutabréfavísitalna á Norðurlöndunum hefur á sama tíma sveiflast nokkuð í dag og munar talsverðu á aðalvísitölunni í Danmörku, sem hefur verið á uppleið, og hinni sænsku, sem hefur lækkað um tæp 0,40 prósent. Til samanburðar hefur Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni lækkað um 0,71 prósent í dag. Vísitalan stendur nú í 6.735 stigum og hefur ekki verið lægri síðan um miðjan janúar.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira