YouTube gegn einelti Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 19. nóvember 2007 13:05 Fyrsta stöðin gegn einelti á netinu hefur verið tekin í gagnið á YouTube. Henni er ætlað að hvetja ungt fólk til að fordæma einelti meðal annars með því að setja eigin myndbrot og skilaboð á síðuna. Vaxandi áhyggjur eru af auknu einelti í tölvupóstum, sms-skilaboðum og á samfélögum á netinu eins og MySpace og Facebook. Síðan var opnuð á fyrsta degi breskrar viku gegn einelti. Hún verður rekin í samvinnu við Beatbullying góðgerðarsamtökin. Emma-Jane Cross framkvæmdastjóri Beatbullying segist vera viss um að síðan muni breyta lífi fólks. „Það er svo auðvelt að verða fyrir einelti á netinu og það er auðveldara að gera eitthvað þar en fyrir framan manneskjuna." Hún bætir við að ef einhver verði fyrir einelti verði að segja frá því til að eitthvað sé hægt að gera í málinu. Patrick Walker forstjóri myndbrotasamnýtingar fyrirtækisins í Evrópu segist vera afar ánægður með að aðstoða Beatbullying YouTube síðuna. Hann vonast til að hún verði hjálp fyrir margt ungt fólk, fjölskyldur og kennara. Fjöldi þekktra aðila tekur þátt í myndbrotum á síðunni með skilaboðum gegn einelti. Ronan Keating úr Boyzone segir sem dæmi: „Ef þú myndir ekki segja það beint við einhvern, ekki setja það á netið." Stúlknasveitin Girls Aloud segir: „Þegar fólk er óvænt slegið í gríni er það kannski fyndið, þangað til það er einhver í fjölskyldunni þinni sem situr í rólegheitum á bekk sem verður fyrir því." Leikkonan Kym Ryder og Beth Ditto úr Gossip koma einnig fram á síðunni með ungu fólki úr verkefnum Beatbullying. Þau munu gefa ráð og sýna hvernig verkefni gegn einelti á vegum bresku stjórnarinnar geta yfirbugað gerandann. Samkvæmt fyrirætlunum stjórnarinnar verða eldri nemendur þjálfaðir til að skerast í leikinn, leysa upp átök og hjálpa þannig fórnarlömbum. Tækni Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fyrsta stöðin gegn einelti á netinu hefur verið tekin í gagnið á YouTube. Henni er ætlað að hvetja ungt fólk til að fordæma einelti meðal annars með því að setja eigin myndbrot og skilaboð á síðuna. Vaxandi áhyggjur eru af auknu einelti í tölvupóstum, sms-skilaboðum og á samfélögum á netinu eins og MySpace og Facebook. Síðan var opnuð á fyrsta degi breskrar viku gegn einelti. Hún verður rekin í samvinnu við Beatbullying góðgerðarsamtökin. Emma-Jane Cross framkvæmdastjóri Beatbullying segist vera viss um að síðan muni breyta lífi fólks. „Það er svo auðvelt að verða fyrir einelti á netinu og það er auðveldara að gera eitthvað þar en fyrir framan manneskjuna." Hún bætir við að ef einhver verði fyrir einelti verði að segja frá því til að eitthvað sé hægt að gera í málinu. Patrick Walker forstjóri myndbrotasamnýtingar fyrirtækisins í Evrópu segist vera afar ánægður með að aðstoða Beatbullying YouTube síðuna. Hann vonast til að hún verði hjálp fyrir margt ungt fólk, fjölskyldur og kennara. Fjöldi þekktra aðila tekur þátt í myndbrotum á síðunni með skilaboðum gegn einelti. Ronan Keating úr Boyzone segir sem dæmi: „Ef þú myndir ekki segja það beint við einhvern, ekki setja það á netið." Stúlknasveitin Girls Aloud segir: „Þegar fólk er óvænt slegið í gríni er það kannski fyndið, þangað til það er einhver í fjölskyldunni þinni sem situr í rólegheitum á bekk sem verður fyrir því." Leikkonan Kym Ryder og Beth Ditto úr Gossip koma einnig fram á síðunni með ungu fólki úr verkefnum Beatbullying. Þau munu gefa ráð og sýna hvernig verkefni gegn einelti á vegum bresku stjórnarinnar geta yfirbugað gerandann. Samkvæmt fyrirætlunum stjórnarinnar verða eldri nemendur þjálfaðir til að skerast í leikinn, leysa upp átök og hjálpa þannig fórnarlömbum.
Tækni Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira