YouTube gegn einelti Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 19. nóvember 2007 13:05 Fyrsta stöðin gegn einelti á netinu hefur verið tekin í gagnið á YouTube. Henni er ætlað að hvetja ungt fólk til að fordæma einelti meðal annars með því að setja eigin myndbrot og skilaboð á síðuna. Vaxandi áhyggjur eru af auknu einelti í tölvupóstum, sms-skilaboðum og á samfélögum á netinu eins og MySpace og Facebook. Síðan var opnuð á fyrsta degi breskrar viku gegn einelti. Hún verður rekin í samvinnu við Beatbullying góðgerðarsamtökin. Emma-Jane Cross framkvæmdastjóri Beatbullying segist vera viss um að síðan muni breyta lífi fólks. „Það er svo auðvelt að verða fyrir einelti á netinu og það er auðveldara að gera eitthvað þar en fyrir framan manneskjuna." Hún bætir við að ef einhver verði fyrir einelti verði að segja frá því til að eitthvað sé hægt að gera í málinu. Patrick Walker forstjóri myndbrotasamnýtingar fyrirtækisins í Evrópu segist vera afar ánægður með að aðstoða Beatbullying YouTube síðuna. Hann vonast til að hún verði hjálp fyrir margt ungt fólk, fjölskyldur og kennara. Fjöldi þekktra aðila tekur þátt í myndbrotum á síðunni með skilaboðum gegn einelti. Ronan Keating úr Boyzone segir sem dæmi: „Ef þú myndir ekki segja það beint við einhvern, ekki setja það á netið." Stúlknasveitin Girls Aloud segir: „Þegar fólk er óvænt slegið í gríni er það kannski fyndið, þangað til það er einhver í fjölskyldunni þinni sem situr í rólegheitum á bekk sem verður fyrir því." Leikkonan Kym Ryder og Beth Ditto úr Gossip koma einnig fram á síðunni með ungu fólki úr verkefnum Beatbullying. Þau munu gefa ráð og sýna hvernig verkefni gegn einelti á vegum bresku stjórnarinnar geta yfirbugað gerandann. Samkvæmt fyrirætlunum stjórnarinnar verða eldri nemendur þjálfaðir til að skerast í leikinn, leysa upp átök og hjálpa þannig fórnarlömbum. Tækni Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fyrsta stöðin gegn einelti á netinu hefur verið tekin í gagnið á YouTube. Henni er ætlað að hvetja ungt fólk til að fordæma einelti meðal annars með því að setja eigin myndbrot og skilaboð á síðuna. Vaxandi áhyggjur eru af auknu einelti í tölvupóstum, sms-skilaboðum og á samfélögum á netinu eins og MySpace og Facebook. Síðan var opnuð á fyrsta degi breskrar viku gegn einelti. Hún verður rekin í samvinnu við Beatbullying góðgerðarsamtökin. Emma-Jane Cross framkvæmdastjóri Beatbullying segist vera viss um að síðan muni breyta lífi fólks. „Það er svo auðvelt að verða fyrir einelti á netinu og það er auðveldara að gera eitthvað þar en fyrir framan manneskjuna." Hún bætir við að ef einhver verði fyrir einelti verði að segja frá því til að eitthvað sé hægt að gera í málinu. Patrick Walker forstjóri myndbrotasamnýtingar fyrirtækisins í Evrópu segist vera afar ánægður með að aðstoða Beatbullying YouTube síðuna. Hann vonast til að hún verði hjálp fyrir margt ungt fólk, fjölskyldur og kennara. Fjöldi þekktra aðila tekur þátt í myndbrotum á síðunni með skilaboðum gegn einelti. Ronan Keating úr Boyzone segir sem dæmi: „Ef þú myndir ekki segja það beint við einhvern, ekki setja það á netið." Stúlknasveitin Girls Aloud segir: „Þegar fólk er óvænt slegið í gríni er það kannski fyndið, þangað til það er einhver í fjölskyldunni þinni sem situr í rólegheitum á bekk sem verður fyrir því." Leikkonan Kym Ryder og Beth Ditto úr Gossip koma einnig fram á síðunni með ungu fólki úr verkefnum Beatbullying. Þau munu gefa ráð og sýna hvernig verkefni gegn einelti á vegum bresku stjórnarinnar geta yfirbugað gerandann. Samkvæmt fyrirætlunum stjórnarinnar verða eldri nemendur þjálfaðir til að skerast í leikinn, leysa upp átök og hjálpa þannig fórnarlömbum.
Tækni Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira