Birgir Leifur á einu höggi yfir pari í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. nóvember 2007 10:30 Birgir Leifur Hafþórsson stendur í ströngu þessa dagana. Nordic Photos / Getty Images Birgir Leifur Hafþórsson gaf aðeins eftir í baráttunni á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi en stendur engu að síður vel að vígi eftir þrjá keppnisdaga. Hann lék á 73 höggum í dag, einu yfir pari vallarins. Hann er því á tveimur höggum undir pari fyrir fjórða keppnisdaginn á morgun. Þrjátíu efstu kylfingarnir eftir sex hringi tryggja sér á endanum þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. Hann var í kringum 20.-35. sæti þegar hann lauk keppni í dag en það kemur endanlega í ljós þegar allir hafa lokið keppni í hvaða sæti hann verður þegar keppni hefst á morgun. Birgir Leifur lék í dag á nýja vellinum á svæði San Roque-klúbbsins á Spáni, eins og í gær, en hann keppti á eldri vellinum í fyrradag. Í dag hóf hann hins vegar leik á 10. braut. Fylgst var með gangi mála í textalýsingu hér á Vísi. 10.30 Birgir Leifur hefur lokið við fimm holur í dag þegar þetta er ritað. Hann byrjaði illa í dag og fékk skramba á annarri holu eftir að hafa fengið par á þeirri fyrstu. Hann þurfti að taka víti á annari braut eftir slæmt teighögg og lenti svo í sandgryfju. Hann var kominn inn á flöt í fimm höggum og tvípúttaði. Birgir Leifur bætti þó að hluta til fyrir mistökin með því að ná fugli á þriðju braut. Síðan hefur hann fengið tvö pör í röð. 10.55 Átti séns á fugli en tryggði þess í stað öruggt par á fimmtándu holu. Hann er í 22.-34. sæti sem stendur. 11.13 Frábær fugl hjá Birgi Leifi á sextándu holu sem er par fimm. Hann púttaði fyrir erni en tryggði öruggan fugl. Þar með er hann kominn á parið og er í kringum 12.-22. sætið. 11.28 Annar fugl í röð hjá Birgi Leifi. Frábær árangur hjá honum en hann náði fugli á sautjándu holu sem er par þrjú. 11.40 Þetta hefur verið skrautlegt hjá Birgi Leifi til þessa í dag en hann kemur inn á pari eftir að hafa fengið skolla á átjándu holu. Nú á hann fyrri níu eftir. Hann er sem stendur í 15.-21. sæti. 12.03 Birgir Leifur byrjaði ekki vel á fyrstu brautinni. Hann fékk skolla en hann lenti í sandgryfju eftir annað höggið sitt og þurfti svo að tvípútta. Annar skollinn í röð eftir tvo fugla í röð. Þessar sömu holur spilaði hann í gær á einu yfir pari, eftir einn skolla og átta pör. 12.18 Jæja, áfram heldur þetta hjá Birgi Leifi. Hann nældi sér í góðan fugl á 2. braut, þar sem hann fékk örninn í gær. Hann púttaði reyndar fyrir erni í dag líka en tryggði þess í stað fuglinn. Þetta er fimmta holan í röð sem hann spilar ekki á pari. 12.34 Þá kom loksins parið á þriðju braut. Birgir Leifur lenti að vísu í sandgryfju en bjargaði parinu engu að síður vel. Hann er í 17.-22. sæti sem stendur. 12.57 Öruggt par á fjórðu braut. 13.19 Slæmur skolli á fimmtu braut. Birgir Leifur púttaði fyrir fugli en endaði svo með því að þrípútta heldur klaufalega. 13.29 Birgir Leifur fékk par á 6. holu þar sem hann fékk fugl í gær. Hann er nú í 19. sæti ásamt öðrum kylfingum. 13.52 Fékk aftur par eftir að hafa rétt misst af fugli á sjöundu holu. 14.17 Gott par á næstsíðustu holunni í dag. 14.29 Birgir Leifur lauk keppni á 73 höggum í dag eftir að hann náði pari á síðustu holunni. Endaði ágætlega í dag og á hann enn góðan möguleika á því að komast áfram. Fylgst er með gangi mála, holu fyrir holu, á kylfingur.is. Þriðji keppnisdagur: einn yfir pari 10. braut: Par 4 (341 metri) - 4 högg (par) 11. braut: Par 5 (565 metrar) - 7 högg (skrambi) 12. braut: Par 4 (311 metrar) - 3 högg (fugl) 13. braut: Par 3 (167 metrar) - 3 högg (par) 14. braut: Par 4 (416 metrar) - 4 högg (par) 15. braut: Par 4 (417 metrar) - 4 högg (par) 16. braut: Par 5 (457 metrar) - 4 högg (fugl) 17. braut: Par 3 (196 metrar) - 2 högg (fugl) 18. braut: Par 4 (414 metrar) - 5 högg (skolli) Seinni níu: (Par 36) 36 högg (á pari) 1. braut: Par 4 (407 metrar) - 5 högg (skolli) 2. braut: Par 5 (503 metrar) - 4 högg (fugl) 3. braut: Par 4 (339 metrar) - 4 högg (par) 4. braut: Par 3 (177 metrar) - 3 högg (par) 5. braut: Par 4 (346 metrar) - 5 högg (skolli) 6. braut: Par 4 (331 metri) - 4 högg (par) 7. braut: Par 5 (523 metrar) - 5 högg (par) 8. braut: Par 3 (205 metrar) - 3 högg (par) 9. braut: Par 4 (395 metrar) - 4 högg (par) Fyrri níu: (Par 36) 37 högg (einn yfir pari) Fyrsti keppnisdagur: 71 högg (einn undir pari vallarins) Annar keppnisdagur: 70 högg (tveimur undir pari vallarins) Samtals: tveir undir pari Alls hófu 156 kylfingar leik á fyrsta hring en þeir sem lenda í efstu 30 sætunum eftir sex hringi fá þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson gaf aðeins eftir í baráttunni á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi en stendur engu að síður vel að vígi eftir þrjá keppnisdaga. Hann lék á 73 höggum í dag, einu yfir pari vallarins. Hann er því á tveimur höggum undir pari fyrir fjórða keppnisdaginn á morgun. Þrjátíu efstu kylfingarnir eftir sex hringi tryggja sér á endanum þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. Hann var í kringum 20.-35. sæti þegar hann lauk keppni í dag en það kemur endanlega í ljós þegar allir hafa lokið keppni í hvaða sæti hann verður þegar keppni hefst á morgun. Birgir Leifur lék í dag á nýja vellinum á svæði San Roque-klúbbsins á Spáni, eins og í gær, en hann keppti á eldri vellinum í fyrradag. Í dag hóf hann hins vegar leik á 10. braut. Fylgst var með gangi mála í textalýsingu hér á Vísi. 10.30 Birgir Leifur hefur lokið við fimm holur í dag þegar þetta er ritað. Hann byrjaði illa í dag og fékk skramba á annarri holu eftir að hafa fengið par á þeirri fyrstu. Hann þurfti að taka víti á annari braut eftir slæmt teighögg og lenti svo í sandgryfju. Hann var kominn inn á flöt í fimm höggum og tvípúttaði. Birgir Leifur bætti þó að hluta til fyrir mistökin með því að ná fugli á þriðju braut. Síðan hefur hann fengið tvö pör í röð. 10.55 Átti séns á fugli en tryggði þess í stað öruggt par á fimmtándu holu. Hann er í 22.-34. sæti sem stendur. 11.13 Frábær fugl hjá Birgi Leifi á sextándu holu sem er par fimm. Hann púttaði fyrir erni en tryggði öruggan fugl. Þar með er hann kominn á parið og er í kringum 12.-22. sætið. 11.28 Annar fugl í röð hjá Birgi Leifi. Frábær árangur hjá honum en hann náði fugli á sautjándu holu sem er par þrjú. 11.40 Þetta hefur verið skrautlegt hjá Birgi Leifi til þessa í dag en hann kemur inn á pari eftir að hafa fengið skolla á átjándu holu. Nú á hann fyrri níu eftir. Hann er sem stendur í 15.-21. sæti. 12.03 Birgir Leifur byrjaði ekki vel á fyrstu brautinni. Hann fékk skolla en hann lenti í sandgryfju eftir annað höggið sitt og þurfti svo að tvípútta. Annar skollinn í röð eftir tvo fugla í röð. Þessar sömu holur spilaði hann í gær á einu yfir pari, eftir einn skolla og átta pör. 12.18 Jæja, áfram heldur þetta hjá Birgi Leifi. Hann nældi sér í góðan fugl á 2. braut, þar sem hann fékk örninn í gær. Hann púttaði reyndar fyrir erni í dag líka en tryggði þess í stað fuglinn. Þetta er fimmta holan í röð sem hann spilar ekki á pari. 12.34 Þá kom loksins parið á þriðju braut. Birgir Leifur lenti að vísu í sandgryfju en bjargaði parinu engu að síður vel. Hann er í 17.-22. sæti sem stendur. 12.57 Öruggt par á fjórðu braut. 13.19 Slæmur skolli á fimmtu braut. Birgir Leifur púttaði fyrir fugli en endaði svo með því að þrípútta heldur klaufalega. 13.29 Birgir Leifur fékk par á 6. holu þar sem hann fékk fugl í gær. Hann er nú í 19. sæti ásamt öðrum kylfingum. 13.52 Fékk aftur par eftir að hafa rétt misst af fugli á sjöundu holu. 14.17 Gott par á næstsíðustu holunni í dag. 14.29 Birgir Leifur lauk keppni á 73 höggum í dag eftir að hann náði pari á síðustu holunni. Endaði ágætlega í dag og á hann enn góðan möguleika á því að komast áfram. Fylgst er með gangi mála, holu fyrir holu, á kylfingur.is. Þriðji keppnisdagur: einn yfir pari 10. braut: Par 4 (341 metri) - 4 högg (par) 11. braut: Par 5 (565 metrar) - 7 högg (skrambi) 12. braut: Par 4 (311 metrar) - 3 högg (fugl) 13. braut: Par 3 (167 metrar) - 3 högg (par) 14. braut: Par 4 (416 metrar) - 4 högg (par) 15. braut: Par 4 (417 metrar) - 4 högg (par) 16. braut: Par 5 (457 metrar) - 4 högg (fugl) 17. braut: Par 3 (196 metrar) - 2 högg (fugl) 18. braut: Par 4 (414 metrar) - 5 högg (skolli) Seinni níu: (Par 36) 36 högg (á pari) 1. braut: Par 4 (407 metrar) - 5 högg (skolli) 2. braut: Par 5 (503 metrar) - 4 högg (fugl) 3. braut: Par 4 (339 metrar) - 4 högg (par) 4. braut: Par 3 (177 metrar) - 3 högg (par) 5. braut: Par 4 (346 metrar) - 5 högg (skolli) 6. braut: Par 4 (331 metri) - 4 högg (par) 7. braut: Par 5 (523 metrar) - 5 högg (par) 8. braut: Par 3 (205 metrar) - 3 högg (par) 9. braut: Par 4 (395 metrar) - 4 högg (par) Fyrri níu: (Par 36) 37 högg (einn yfir pari) Fyrsti keppnisdagur: 71 högg (einn undir pari vallarins) Annar keppnisdagur: 70 högg (tveimur undir pari vallarins) Samtals: tveir undir pari Alls hófu 156 kylfingar leik á fyrsta hring en þeir sem lenda í efstu 30 sætunum eftir sex hringi fá þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira