John Thain í forstjórastól Merrill Lynch 14. nóvember 2007 18:52 John Thain, forstjóri bandarísk-evrópsku kauphallarsamstæðunnar NYSE Euronext, en talið er líklegt að hann verði nefndur til sögunnar sem næsti forstjóri Merrill Lynch í kvöld. Mynd/AFP Talsverðar líkur eru taldar á því að John Thain, forstjóri NYSE Euronext, hinnar tiltölulega nýsameinuðu kauphallar New York í Bandaríkjunum og samevrópsku kauphallarsamstæðunnar Euronext, verði veittur forstjórastóllinn hjá bandaríska fjárfestingabankanum Merrill Lynch. Bandaríska dagblaðið New York Post segir líkur á að tilkynning þessa efnis liggi fyrir um níuleytið, eða á svipuðum tíma og viðskiptadeginum lýkur í Bandaríkjunum í kvöld. Merrill Lynch kom afar illa út úr fjármálakrísunni sem riðið hefur yfir alþjóðlega fjármálamarkaði upp á síðkastið og tapaði jafnvirði 140 milljörðum íslenskra króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta er fyrsta tap bankans í sex ár sem að mestu leyti er tilkomið vegna afskrifta í tengslum við fasteignalán bankans. Slæm afkoma bankans leiddi til þess að Stan O'Neal, fyrrum forstjóri bankans, varð að taka poka sinn í lok síðasta mánaðar.Gangi þetta eftir þykir Duncan Niederauer, næstráðandi Thains, líklegasti eftirmaðurinn í forstjórastól NYSE Euronext, að sögn New York Post. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Talsverðar líkur eru taldar á því að John Thain, forstjóri NYSE Euronext, hinnar tiltölulega nýsameinuðu kauphallar New York í Bandaríkjunum og samevrópsku kauphallarsamstæðunnar Euronext, verði veittur forstjórastóllinn hjá bandaríska fjárfestingabankanum Merrill Lynch. Bandaríska dagblaðið New York Post segir líkur á að tilkynning þessa efnis liggi fyrir um níuleytið, eða á svipuðum tíma og viðskiptadeginum lýkur í Bandaríkjunum í kvöld. Merrill Lynch kom afar illa út úr fjármálakrísunni sem riðið hefur yfir alþjóðlega fjármálamarkaði upp á síðkastið og tapaði jafnvirði 140 milljörðum íslenskra króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta er fyrsta tap bankans í sex ár sem að mestu leyti er tilkomið vegna afskrifta í tengslum við fasteignalán bankans. Slæm afkoma bankans leiddi til þess að Stan O'Neal, fyrrum forstjóri bankans, varð að taka poka sinn í lok síðasta mánaðar.Gangi þetta eftir þykir Duncan Niederauer, næstráðandi Thains, líklegasti eftirmaðurinn í forstjórastól NYSE Euronext, að sögn New York Post.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira