Aganefnd enska knattspyrnusambandsins ætlar að taka til skoðunar tæklingu miðjumannsins Joey Barton á Dickson Etuhu í leik Newcastle og Sunderland í gær. Tæklingin þótti nokkuð glæfraleg og lenti leikmönnunum saman í kjölfarið.
Martin Atkinson dómari gerði ekki athugasemd við atvikið þegar það átti sér stað, en þó gæti Barton fengið allt að þriggja leikja bann ef rannsókn aganefndarinnar leiðir í ljós að hann hafi gerst illa brotlegur.