Eiður Smári Guðjohnsen verður líklega á varamannabekk Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti Glasgow Rangers í Meistaradeildinni. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn í kvöld klukkan 19:45.
Barcelona stillir upp mjög sókndjörfu liði í kvöld ef marka má fyrstu fréttir frá Spáni. Lið Barcelona verður væntanlega þannig skipað.
Markvörður: Valdés
Vörn: Puyol, Thuram, Milito og Abidal.
Miðja: Xavi, Yaya Toure og Iniesta
Framlína: Messi, Henry og Ronaldinho
Varamenn: Eiður Smári, Bojan, Giovani, Sylvinho, Marquez, Oleguer og Jorquera.