Toyota á góðri keyrslu 7. nóvember 2007 09:56 Toyota Corolla. Toyota er umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi og gerir ráð fyrir góðum hagnaði á rekstrarárinu öllu. Hagnaður japanska bílaframleiðandans Toyota nam 450,9 milljörðum jena, jafnvirði rúmra 233 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi, sem er annar fjórðungur félagsins. Til samanburðar nam hagnaðurinn 405,7 milljörðum jena á sama tíma í fyrra og nemur aukningin því 11 prósentum á milli ára. Þá nam sala á bílum undir merkjum fyrirtækisins tæpum 6,5 milljörðum jena, sem sömuleiðis er 11 prósenta aukning á milli ára. Mitsuo Kinoshita, aðstoðarforstjóri Toyota, segir í samtali við fréttastofu Associated Press í dag, að salan hafi aukist í öllum heimsálfum samhliða verðhækkunum á eldsneyti en bílaeigendur hafi af þeim sökum leitað í auknum mæli eftir sparneytnum og umhverfisvænum ökutækjum. Sala á bílum Toyota, sem fyrr á árinu tók fram úr General Motors sem umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi, stóð hins vegar í stað í heimalandinu á sama tíma. Stjórnendur fyrirtækisins eru mjög bjartsýnir um framtíðarhorfur félagsins og gera ráð fyrir því í nýrri afkomuspá að hagnaðurinn muni nema 1.700 milljörðum jena samanborið við 1,65 milljarða líkt og fyrri spá hljóðaði upp á. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hagnaður japanska bílaframleiðandans Toyota nam 450,9 milljörðum jena, jafnvirði rúmra 233 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi, sem er annar fjórðungur félagsins. Til samanburðar nam hagnaðurinn 405,7 milljörðum jena á sama tíma í fyrra og nemur aukningin því 11 prósentum á milli ára. Þá nam sala á bílum undir merkjum fyrirtækisins tæpum 6,5 milljörðum jena, sem sömuleiðis er 11 prósenta aukning á milli ára. Mitsuo Kinoshita, aðstoðarforstjóri Toyota, segir í samtali við fréttastofu Associated Press í dag, að salan hafi aukist í öllum heimsálfum samhliða verðhækkunum á eldsneyti en bílaeigendur hafi af þeim sökum leitað í auknum mæli eftir sparneytnum og umhverfisvænum ökutækjum. Sala á bílum Toyota, sem fyrr á árinu tók fram úr General Motors sem umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi, stóð hins vegar í stað í heimalandinu á sama tíma. Stjórnendur fyrirtækisins eru mjög bjartsýnir um framtíðarhorfur félagsins og gera ráð fyrir því í nýrri afkomuspá að hagnaðurinn muni nema 1.700 milljörðum jena samanborið við 1,65 milljarða líkt og fyrri spá hljóðaði upp á.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira