Það verður mikið um dýrðir í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar línur fara að skýrast í riðlakeppninni. Hæst ber leikur Liverpool og Besiktas sem sýndur verður beint á Sýn, en þar verða heimamenn nauðsynlega að sigra.
Í kvöld verður leikið í riðlum A, B, C og D. Sjónvarpsleikirnir á rásum Sýnar verða eftirfarandi:
19:45 - Liverpool-Besiktas í beinni á Sýn
19:45 - Shaktar-AC Milan í beinni á Sýn Extra
19:45 - Olympiakos-Real Madrid í beinni á Sýn Extra 2
Allir leikirnir í kvöld:
A - Liverpool-Beşiktaş
A - Porto-Marseille
B - Valencia-Rosenborg
B - Schalke-Chelsea
C - Lazio-Bremen
C - Olympiakos-Real Madrid
D - Celtic-Benfica
D - Shakhtar-Milan