Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko telur Manchester United vera eitt þeirra liða sem eigi besta möguleika á að vinna Meistaradeildina næsta vor.
"United er búið að styrkja sig mikið með mönnum á borð við Nani, Anderson, Hargreaves og Tevez. Þessir menn koma inn í hóp sem inniheldur menn eins og Rooney og Ronaldo og ég hef trú á að þeir geti farið mikinn í keppninni á þessu ári líkt og Kaka hjá Milan gerði á síðustu leiktíð," sagði Shevchenko í samtali við netmiðilinn Gazzetta á Ítalíu.