AS Roma verður án fyriliðans Francesco Totti þegar það mætir Sporting Lissabon á útivelli í Meistaradeildinni á þriðjudaginn.
Hann hefur ekki spilað síðan hann meiddist í fyrri leik liðanna þann 23. október síðastliðinn. Hann missti af leiknum gegn AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi en Roma vann þann leik, 1-0. Þá vann Roma einnig Rómarslaginn við Lazio á miðvikudag, 3-2.
Búist var við því að hann myndi vera með sínum mönnum þegar þeir mæta Empoli á morgun en nú er allt útlit fyrir að hann missi af leik Roma í ítölsku deildinni um næstu helgi líka.