Handbolti

Hreiðar varði fimmtán skot

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hreiðar varði fimmtán skot í gær.
Hreiðar varði fimmtán skot í gær.

Hreiðar Guðmundsson átti góðan leik fyrir Sävehof sem vann tveggja marka sigur á Drott, 33-31. Hann varði fimmtán skot í leiknum.

Sävehof vann leikinn, og er í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með tólf stig eftir átta leiki. Spennan er mikil á toppnum en eitt stig skiljur að fjögur efstu liðin.

HK Malmö tapaði í gær fyrir Lindesberg á úitvelli, 36-27. Guðlaugur Arnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Malmö en Valdimar Þórsson ekkert.

Liðið er í tíunda sæti deildarinnar með sex stig eftir átta leiki.

Í Noregi tapaði Elverum fyrir Stavanger á heimavelli, 27-26. Íslendingarnir í Elverum fóru mikinn í leiknum en Sigurður ari Stefánsson skoraði fjögur mörk, Samúel Ívar Árnason fjögur og Ingimundur Ingimundarson tvö.

Liðið hefur aðeins unnið einn leik á leiktíðinni en botnliðið, Kragerö, er enn taplaust eftir tólf marka tap fyrir Haslum á útivelli, 33-21. Magnús Ísak Ásbergsson skoraði þrjú mörk fyrir Kragerö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×