Skreyta garða fyrir 400 þúsund Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 31. október 2007 13:52 Það getur tekið frá fjórum til tuttugu klukkutímum að skreyta eitt tré. Einkaaðilar greiða allt að 400 þúsund krónur fyrir að fá jólaskreytingar settar upp í görðum sínum. Viðhorf Íslendinga til jólaskreytinga eru að breytast. Áður lifðu þær einungis í 2-3 vikur yfir jólahátíðina en nú eru þær að breytast yfir í vetrarskreytingar sem lifa jafnvel nokkra mánuði. Þetta segir Brynjar Kjærnested framkvæmdastjóri Garðlistar sem sér um að skreyta garða fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Mörgum þykir nóg um og gagnrýna hversu snemma fyrirtæki auglýsa jólin. Brynjar segist ekki hafa fundið fyrir gagnrýni; „þvert á móti hef ég tekið eftir vilja fólks til að vera snemma á ferðinni og njóta skreytinganna auk þess sem mörgum finnst ljósin létta skammdegið."Kostnaður mismunandiKostnaður við að skreyta garða getur verið afar mismunandi og það getur sem dæmi tekið 4-20 klukkutíma að vefja eitt tré. Almennt greiðir fólk frá 50 þúsundum króna en kostnaður getur farið upp í 400 þúsund fyrir stærstu garðana. Þá eru dæmi um að fyrirtæki greiði allt að eina milljón króna fyrir skreytingar. „Við erum ekki með ódýrar jólaseríur sem verða götóttar ef ein pera fer, endingin og gæðin eru góð," segir BrynjarKostnaður Reykjavíkurborgar við jólaskreytingar á síðasta ári voru 19 milljónir. Guðmundur Steingrímsson aðstoðarmaður borgarstjóra segir mikinn kraft verða settan í að skreyta miðborgina í ár, sérstaklega vegna brunans og framkvæmda.FrumkvöðlarEitt þeirra húsa í höfuðborginni sem er hvað þekktast fyrir jólaskreytingar er að Hlyngerði 12. Húsið stendur við Bústaðarveg, ofan Landsspítalans, og var eitt fyrst húsa í borginni til að skreyta með þessum hætti.Sigtryggur Helgason eigandi hússins og sá sem á heiðurinn að þessum miklu skreytingum segist ávallt hafa fundið fyrir miklum jákvæðum viðbrögðum þessi 12 ár og fengið margar heimsóknir. Leikskólar hafi meðal annars komið og fengið að kíkja í garðinn. Hann notaði allt að 200 seríur í skreytingarnar, auk fjölda jólasveina, snjókalla og stiga sem var skreyttur og lá upp á þak.Sigtryggur segist með að sjá hversu margir fylgdu í kjölfarið. Hann ætlar þó ekki að skreyta jafn mikið í ár. „Ég er 77 ára og hef bara ekki heilsu til þess lengur." Jólaskraut Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Einkaaðilar greiða allt að 400 þúsund krónur fyrir að fá jólaskreytingar settar upp í görðum sínum. Viðhorf Íslendinga til jólaskreytinga eru að breytast. Áður lifðu þær einungis í 2-3 vikur yfir jólahátíðina en nú eru þær að breytast yfir í vetrarskreytingar sem lifa jafnvel nokkra mánuði. Þetta segir Brynjar Kjærnested framkvæmdastjóri Garðlistar sem sér um að skreyta garða fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Mörgum þykir nóg um og gagnrýna hversu snemma fyrirtæki auglýsa jólin. Brynjar segist ekki hafa fundið fyrir gagnrýni; „þvert á móti hef ég tekið eftir vilja fólks til að vera snemma á ferðinni og njóta skreytinganna auk þess sem mörgum finnst ljósin létta skammdegið."Kostnaður mismunandiKostnaður við að skreyta garða getur verið afar mismunandi og það getur sem dæmi tekið 4-20 klukkutíma að vefja eitt tré. Almennt greiðir fólk frá 50 þúsundum króna en kostnaður getur farið upp í 400 þúsund fyrir stærstu garðana. Þá eru dæmi um að fyrirtæki greiði allt að eina milljón króna fyrir skreytingar. „Við erum ekki með ódýrar jólaseríur sem verða götóttar ef ein pera fer, endingin og gæðin eru góð," segir BrynjarKostnaður Reykjavíkurborgar við jólaskreytingar á síðasta ári voru 19 milljónir. Guðmundur Steingrímsson aðstoðarmaður borgarstjóra segir mikinn kraft verða settan í að skreyta miðborgina í ár, sérstaklega vegna brunans og framkvæmda.FrumkvöðlarEitt þeirra húsa í höfuðborginni sem er hvað þekktast fyrir jólaskreytingar er að Hlyngerði 12. Húsið stendur við Bústaðarveg, ofan Landsspítalans, og var eitt fyrst húsa í borginni til að skreyta með þessum hætti.Sigtryggur Helgason eigandi hússins og sá sem á heiðurinn að þessum miklu skreytingum segist ávallt hafa fundið fyrir miklum jákvæðum viðbrögðum þessi 12 ár og fengið margar heimsóknir. Leikskólar hafi meðal annars komið og fengið að kíkja í garðinn. Hann notaði allt að 200 seríur í skreytingarnar, auk fjölda jólasveina, snjókalla og stiga sem var skreyttur og lá upp á þak.Sigtryggur segist með að sjá hversu margir fylgdu í kjölfarið. Hann ætlar þó ekki að skreyta jafn mikið í ár. „Ég er 77 ára og hef bara ekki heilsu til þess lengur."
Jólaskraut Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira