Thierry Henry verður ekki með Barcelona sem mætir Valladolid annað kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi liðsins.
Eric Abidal verður heldur ekki með en þeir meiddust báðir í leik Barcelona gegn Almería um helgina. Eiður Smári kom inn á sem varamaður í leiknum.
Lilian Thuram og Santi Ezquerro hafa verið valdir í hópinn í stað þeirra Henry og Abidal.
Deco, Samuel Eto'o og Edmílson eru allir frá vegna meiðsla. Ronaldinho verður þó með en vangaveltur voru um hvort hann yrði hvíldur í leiknum.
Hópur Barcelona: Valdés, Jorquera, Zambrotta, Oleguer, Puyol, Milito, Márquez, Thuram, Sylvinho, Touré, Xavi, Iniesta, Eiður Smári Guðjohnsen, Ronaldinho, Messi, Bojan, Ezquerro og Giovani.