Fjárfestar bíða ákvörðunar bandaríska seðlabankans 30. október 2007 20:34 Hlutabréf fóru niður á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Fjárfestar bíða vaxtaákvörðunar bandaríska seðlabankans sem verður tilkynnt á morgun. Mynd/AP Gengi helstu hlutabréfavísitalna lækkaði er nær dró lokun viðskipta á bandarískum fjármálamörkuðum í dag. Nokkrir þættir skýra lækkunina en fjáfestar þykja bjartsýnir á að bankastjórn seðlabanka Bandaríkjanna tilkynni um 25 punkta lækkun stýrivaxta á morgun að loknum tveggja daga vaxtaákvörðunarfundi, sem hófst í dag. Undir lok síðasta mánaðar reiknuðu flestir með jafn mikilli lækkun og reiknað er með að líti dagsins ljós á morgun. Bankastjórnin kom hins vegar flestum á óvart og lækkaði vextina um hálft prósentustig, 25 punktum meira en flestir höfðu spáð. Fjármálaskýrendur hafa reynt að rýna í rit og ræður bankastjórnar seðlabankans upp á síðkastið til að geta til um ákvörðunina sem verður kunngjörð á morgun. Talið er að vísbendingar séu uppi um áframhaldandi þrengingar á fasteignamarkaði sem getið dregið úr hagvexti þótt það þýði ekki að samdráttarskeið sé yfirvofandi vestanhafs, að sögn Associated Press. Aðrir benda hins vegar á að lækkun vaxta bjóði hættunni heim. Þannig geti gengi bandaríkjadals lækkað enn frekar gagnvart öðrum gjaldmiðlum og einkaneysla aukist sem geti leitt til aukinnar verðbólgu. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,56 prósent í dag og stendur vísitalan í 13.792,47 stigum. Nasdaq-vísitalan hækkaði hins vegar einungis um 0,03 prósent og stendur hún í 2.816,71 stigi. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Gengi helstu hlutabréfavísitalna lækkaði er nær dró lokun viðskipta á bandarískum fjármálamörkuðum í dag. Nokkrir þættir skýra lækkunina en fjáfestar þykja bjartsýnir á að bankastjórn seðlabanka Bandaríkjanna tilkynni um 25 punkta lækkun stýrivaxta á morgun að loknum tveggja daga vaxtaákvörðunarfundi, sem hófst í dag. Undir lok síðasta mánaðar reiknuðu flestir með jafn mikilli lækkun og reiknað er með að líti dagsins ljós á morgun. Bankastjórnin kom hins vegar flestum á óvart og lækkaði vextina um hálft prósentustig, 25 punktum meira en flestir höfðu spáð. Fjármálaskýrendur hafa reynt að rýna í rit og ræður bankastjórnar seðlabankans upp á síðkastið til að geta til um ákvörðunina sem verður kunngjörð á morgun. Talið er að vísbendingar séu uppi um áframhaldandi þrengingar á fasteignamarkaði sem getið dregið úr hagvexti þótt það þýði ekki að samdráttarskeið sé yfirvofandi vestanhafs, að sögn Associated Press. Aðrir benda hins vegar á að lækkun vaxta bjóði hættunni heim. Þannig geti gengi bandaríkjadals lækkað enn frekar gagnvart öðrum gjaldmiðlum og einkaneysla aukist sem geti leitt til aukinnar verðbólgu. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,56 prósent í dag og stendur vísitalan í 13.792,47 stigum. Nasdaq-vísitalan hækkaði hins vegar einungis um 0,03 prósent og stendur hún í 2.816,71 stigi.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira