Kate McCann er sorgmædd og einmana Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 25. október 2007 10:06 Hjónin hafa sýnt mikla stillingu þrátt fyrir gífurlegt álag eftir að Madeleine hvarf. MYND/AFP Tár Kate McCann sem féllu í sjónvarpsviðtali eru ekkert miðað við þá sorg sem hún hefur falið fyrir myndavélum. Þetta sagði talsmaður fjölskyldunnar eftir að kate brotnaði saman í viðtali við hana og Gerry á spánskri sjónvarpsstöð í gær. Viðtalið veittu þau til að vekja athygli á nýrri símaþjónustu sem taka mun við upplýsingum um Madeleine. Hjónin töluðu um lífið án dóttur þeirra sem hvarf fyrir hálfu ári. Þau lýstu henni sem ástríkri og hamingjusamri lítilli stúlku. „Ég er sorgmædd og ég er einmana og líf okkar er ekki eins hamingjuríkt án Madeleine," sagði Kate og bætti við að hún væri áhyggjufull yfir því að dóttir þeirra væri ekki hjá þeim. Gerry sagði eitt það erfiðasta verkefni sem hann hefði tekist á við eftir hvarf Madeleine, hefði verið að segja tvíburunum að hann vissi ekki hvenær stóra systir þeirra kæmi aftur. „Það erfiðasta fyrir mig er þegar tvíburarnir spyrja, „Hvenær kemur Madeleine aftur heim?" Og við þurfum að viðurkenna að við vitum það ekki, en að allir séu að leita að henni." Hjónin hafa verið gagnrýnd, og þá sérstaklega Kate, fyrir að sýna stillingu í fjölmiðlum fram til þessa. Clarence Mitchell talsmaður þeirra segir það hámark hrokans að halda því fram að fólk verði að haga sér á ákveðinn hátt. Að það sé ekki rétt ef einhver gráti ekki. „Kate og Gerry gráta mikið heima fyrir. Ég hef orðið vitni að því, en það sannar ekkert. Þau eru venjulegt tilfinningaríkt fólk eins og ég og þú." Madeleine McCann Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sjá meira
Tár Kate McCann sem féllu í sjónvarpsviðtali eru ekkert miðað við þá sorg sem hún hefur falið fyrir myndavélum. Þetta sagði talsmaður fjölskyldunnar eftir að kate brotnaði saman í viðtali við hana og Gerry á spánskri sjónvarpsstöð í gær. Viðtalið veittu þau til að vekja athygli á nýrri símaþjónustu sem taka mun við upplýsingum um Madeleine. Hjónin töluðu um lífið án dóttur þeirra sem hvarf fyrir hálfu ári. Þau lýstu henni sem ástríkri og hamingjusamri lítilli stúlku. „Ég er sorgmædd og ég er einmana og líf okkar er ekki eins hamingjuríkt án Madeleine," sagði Kate og bætti við að hún væri áhyggjufull yfir því að dóttir þeirra væri ekki hjá þeim. Gerry sagði eitt það erfiðasta verkefni sem hann hefði tekist á við eftir hvarf Madeleine, hefði verið að segja tvíburunum að hann vissi ekki hvenær stóra systir þeirra kæmi aftur. „Það erfiðasta fyrir mig er þegar tvíburarnir spyrja, „Hvenær kemur Madeleine aftur heim?" Og við þurfum að viðurkenna að við vitum það ekki, en að allir séu að leita að henni." Hjónin hafa verið gagnrýnd, og þá sérstaklega Kate, fyrir að sýna stillingu í fjölmiðlum fram til þessa. Clarence Mitchell talsmaður þeirra segir það hámark hrokans að halda því fram að fólk verði að haga sér á ákveðinn hátt. Að það sé ekki rétt ef einhver gráti ekki. „Kate og Gerry gráta mikið heima fyrir. Ég hef orðið vitni að því, en það sannar ekkert. Þau eru venjulegt tilfinningaríkt fólk eins og ég og þú."
Madeleine McCann Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sjá meira