Liverpool á botni A-riðils Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. október 2007 20:51 Steven Gerrard var ekki sáttur eftir að Liverpool lenti marki undir í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Liverpool er nú á botni A-riðils Meistaradeildarinnar eftir tap fyrir Besiktas í Tyrklandi í kvöld, 2-1. Öll von er þó ekki úti enn en ljóst er að Liverpool þarf að vinna síðustu þrjá leiki í riðlinum til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Geri þeir það, verður árangur þeirra í riðlakeppninni sá sami og fyrir tveimur árum. Um vorið varð Liverpool svo Evrópumeistari. Chelsea vann þægilegan 2-0 sigur á Schalke í B-riðli og er á toppi riðilsins. Rosenborg er óvænt komið í annað sætið eftir gríðarlega sterkan sigur á Valencia á heimavelli. Real Madrid lenti í hremmingum gegn Olympiakos á heimavelli en innbyrtu þó á endanum sigur. Þá komst AC Milan á beinu brautina með stórsigri á Shakhtar Donetsk. A-riðill: Marseille-Porto 1-1 Mamadou Niang skoraði fyrsta mark leiksins á 69. mínútu en Lucho jafnaði metin fyrir gestina frá Porto með marki úr vítaspyrnu tíu mínútum síðar. Þar við sat og Marseille hélt toppsætinu í riðlinum.Besiktas-Liverpool 2-1 Liverpool byrjaði betur en Rodrigo Tello var vel á verði er hann varði skalla Andriy Voronin á marklínu. Það entist þó ekki lengi en á 13. mínútu varð Sami Hyypia fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Hans annað sjálfsmark í jafn mörgum leikjum. Jamie Carragher var á leiðinni með að hreinsa boltann úr teignum en eftir mikið klafs í teignum fór boltinn af Hyypia og í markið. Serdar Ozkan fagnar markinu en það er síðar skrifað sem sjálfsmark á Hyypia. Hakan Arikan, markvörður Besiktas, átti góðan leik og varði vel frá leikmönnum Liverpool sem reyndu af fremsta magni að jafna leikinn. Það var svo á 82. mínútu sem Besiktas bætti við öðru marki. Liverpool var farið að færa sig framar á völlinn og sú áhætta borgaði sig ekki. Skömmu áður höfðu Tyrkirnir fengið dauðafæri en í þetta skiptið gerði Bobo engin mistök. Hann fór framhjá Hyypia, var á undan Pepe Reyna í boltann og skilaði honum í netið. Aðeins tveimur mínútum síðar minnkaði Steven Gerrard muninn. Boltinn barst inn á teig þar sem varamaðurinn Peter Crouch skallaði að marki. Varnarmaður Besiktas skallaði frá en beint á Gerrard sem skallaði boltann í netið. Crouch hafði komið inn á sem varamaður fyrir Hyypia eftir seinna mark Besiktas og var það heldur síðbúin skipting. Hún hefði mátt koma fyrr. Liverpool-menn sóttu af miklum krafti lokamínútur leiksins en allt kom fyrir ekki. Staðan í riðlinum: 1. Marseille 7 stig 2. Porto 5 3. Besiktas 3 4. Liverpool 1 Didier Drogba fagnaði marki sínu vel og innilega og vonar að stuðningsmenn Chelsea hafi fyrirgefið ummæli sín fyrir skemmstu.Nordic Photos / Getty Images B-riðill: Chelsea-Schalke 2-0 Florent Malouda kom Chelsea yfir snemma í leiknum þegar skot hans hafnaði óvænt í netinu eftir að Manuel Neuer, markvörður Schalke, missti skot hans í gegnum lappirnar sínar. Schalke jafnaði reyndar metin en mark Carlos Grossmüller var dæmt af vegna rangstöðu. En rétt eins og í fyrri hálfleik hófu þeir ensku síðari hálfleikinn af miklum krafti. Sending frá Paulo Ferreira frá hægri hitti beint á kollinn á Didier Drogba sem skoraði annað mark Chelsea í leiknum. Aftur fengu leikmenn Schalke gott færi en varamaðurinn Sören Larsen skallaði í stöngina á marki Chelsea. Boltinn fór af stönginni og beint í hendur Petr Cech.Vidar Riseth, til hægri, fagnar marki sínu í kvöld ásamt hinum markaskorara Rosenborg, Yssouf Kone.Nordic Photos / AFPRosenborg-Valencia 2-0 Það er búið að krýna nýja meistara í Noregi en meistarar síðasta árs, Rosenborg, tóku á móti spænska stórliðinu Valencia á sínum heimavelli. Og þar áttu þeir eftir að standa undir væntingum.Yssouf Kone kom heimamönnum yfir í síðari hálfleik og Vidar Riseth bætti við öðru skömmu síðar. Líklega einn merkasti sigur Rosenborg í sögu félagsins þar með staðreynd.Staðan í riðlinum:1. Chelsea 7 stig 2. Rosenborg 4 3. Valencia 3 4. Schalke 3Julio Cesar kom Olympiakos yfir á heimavelli Real Madrid en það dugði þó ekki til í kvöld.Nordic Photos / Getty ImagesC-riðill:Real Madrid-Olympiakos 4-2Raul kom Spánarmeisturunum yfir snemma í leiknum eftir mistök í liði Grikkjanna sem unnu sinn fyrsta útisigur í Meistaradeildinni, á Werder Bremen, í afar langan tíma í síðustu umferð. Sjálfstraust þeirra er því í góðu lagi og var það Luciano Galletti, fyrrum leikmaður Atletico Madrid, sem jafnaði metin skömmu síðar með glæsilegu skoti sem var algerlega óverjandi fyrir Iker Casillas. Grikkirnir urðu reyndar fyrir áfalli strax á þrettándu mínútu er Vassilis Torossidis fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot. En það kom ekki að sök. Julio Cesar kom Grikkjunum óvænt yfir snenmma í síðari hálfleik með laglegu marki beint sem kom eftir aukaspyrnu. Áhorfendur á Bernabeu voru ekki ánægðir með ganga mála og létu vel í sér heyra. Menn drógu andann aðeins léttar er Robinho skallar inn sendingu Sergio Ramos á 68. mínútu. Grikkirnir reyndu sitt besta til að halda í jafnteflið en þegar Christos Patsatzoglou braut á Robinho virtist öll von úti. Ruud van Niestelrooy fór hins vegar illa með spyrnuna og skaut langt yfir markið.Robinho tók þá völdin í sínar hendur og skoraði eftir undirbúning Nistelrooy skömmu síðar. Áhorfendur á Bernabeu fögnuðu þessu vel og innilega.Javier Balboa skoraði svo úr nánast síðustu spyrnu leiksins og Madrídingar unnu góðan 4-2 sigur eftir að hafa lent undir í leiknum, eftir að leikmanni Olympiakos var vikið af velli.Boubacar Sanogo, annar markaskorara Bremen, á hér í höggi við tvo leikmenn Lazio í leiknum í Þýskalandi í kvöld.Nordic Photos / BongartsWerder Bremen-Lazio 2-1 Werder Bremen hefur gengið vel í þýsku úrvalsdeildinni og eru þar í öðru sæti. Fyrir kvöldið var liðið hins vegar enn án sigurs í Meistaradeildinni.Boubacar Sanogo kom þeim hins vegar á bragðið með marki í fyrri hálfleik og Hugo Almeida bætti við öðru í þeim síðari. Christian Manfredini minnkaði muninn með marki á 82. mínútu en það dugði heldur skammt og mikilvægur sigur í höfn hjá Þjóðverjunum.Lazio er þó í vondum málum á botninum, þó með fleiri stig en Liverpool.Staðan í riðlinum:1. Real Madrid 7 stig 2. Olympiakos 4 3. Werder Bremen 3 4. Lazio 2Clarence Seedorf skoraði tvö lagleg mörk fyrir AC Milan í kvöld.Nordic Photos / AFPD-riðill:AC Milan-Shakhktar Donetsk 4-1Alberto Gilardino skoraði fyrsta mark AC Milan í leiknum og var það kærkomið þar sem gengið bæði heima fyrir og í Meistaradeildinni hefur verið heldur ábótavant.Gilardino skoraði svo annað mark AC Milan en Christiano Lucarelli minnkaði muninn snemma í seinni hálfleik. Lucarelli er fyrrum leikmaður Livorno og hefur á sínum ferli skorað níu mörk gegn AC Milan. Um 400 stuðningsmenn Livorno komu meira að segja á völlinn til að styðja sína gömlu hetju. Það voru þó Evrópumeistararnir sem bættu í. Clarence Seedorf bætti við þriðja og fjórða marki AC Milan og gerði þar með út um leikinn.Paul Hartley, leikmaður Celtic, reynir hér að hafa knöttinn af Gonzalo Bergessio, leikmanni Benfica.Nordic Photos / Getty ImagesBenfica-Celtic 1-0 Theodór Elmar Bjarnason var í leikmannahópi Celtic sem fór til Portúgals en var ekki í átján manna hópi Gordon Strachan að þessu sinni. Fyrri hálfleikur var markalaus en bæði lið reyndu að sækja. Benfica-menn voru meira með boltann en Artur Boruc, markvörður Celtic, stóð vaktina vel. Portúgalarnir sóttu stíft og undir lok leiksins tókst Oscar Cardozo að skila knettinum í netið og tryggja Benfica sigur.Staðan í riðlinum:1. AC Milan 6 stig 2. Shakhtar Donetsk 6 3. Benfica 3 4. Celtic 3 Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Liverpool er nú á botni A-riðils Meistaradeildarinnar eftir tap fyrir Besiktas í Tyrklandi í kvöld, 2-1. Öll von er þó ekki úti enn en ljóst er að Liverpool þarf að vinna síðustu þrjá leiki í riðlinum til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Geri þeir það, verður árangur þeirra í riðlakeppninni sá sami og fyrir tveimur árum. Um vorið varð Liverpool svo Evrópumeistari. Chelsea vann þægilegan 2-0 sigur á Schalke í B-riðli og er á toppi riðilsins. Rosenborg er óvænt komið í annað sætið eftir gríðarlega sterkan sigur á Valencia á heimavelli. Real Madrid lenti í hremmingum gegn Olympiakos á heimavelli en innbyrtu þó á endanum sigur. Þá komst AC Milan á beinu brautina með stórsigri á Shakhtar Donetsk. A-riðill: Marseille-Porto 1-1 Mamadou Niang skoraði fyrsta mark leiksins á 69. mínútu en Lucho jafnaði metin fyrir gestina frá Porto með marki úr vítaspyrnu tíu mínútum síðar. Þar við sat og Marseille hélt toppsætinu í riðlinum.Besiktas-Liverpool 2-1 Liverpool byrjaði betur en Rodrigo Tello var vel á verði er hann varði skalla Andriy Voronin á marklínu. Það entist þó ekki lengi en á 13. mínútu varð Sami Hyypia fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Hans annað sjálfsmark í jafn mörgum leikjum. Jamie Carragher var á leiðinni með að hreinsa boltann úr teignum en eftir mikið klafs í teignum fór boltinn af Hyypia og í markið. Serdar Ozkan fagnar markinu en það er síðar skrifað sem sjálfsmark á Hyypia. Hakan Arikan, markvörður Besiktas, átti góðan leik og varði vel frá leikmönnum Liverpool sem reyndu af fremsta magni að jafna leikinn. Það var svo á 82. mínútu sem Besiktas bætti við öðru marki. Liverpool var farið að færa sig framar á völlinn og sú áhætta borgaði sig ekki. Skömmu áður höfðu Tyrkirnir fengið dauðafæri en í þetta skiptið gerði Bobo engin mistök. Hann fór framhjá Hyypia, var á undan Pepe Reyna í boltann og skilaði honum í netið. Aðeins tveimur mínútum síðar minnkaði Steven Gerrard muninn. Boltinn barst inn á teig þar sem varamaðurinn Peter Crouch skallaði að marki. Varnarmaður Besiktas skallaði frá en beint á Gerrard sem skallaði boltann í netið. Crouch hafði komið inn á sem varamaður fyrir Hyypia eftir seinna mark Besiktas og var það heldur síðbúin skipting. Hún hefði mátt koma fyrr. Liverpool-menn sóttu af miklum krafti lokamínútur leiksins en allt kom fyrir ekki. Staðan í riðlinum: 1. Marseille 7 stig 2. Porto 5 3. Besiktas 3 4. Liverpool 1 Didier Drogba fagnaði marki sínu vel og innilega og vonar að stuðningsmenn Chelsea hafi fyrirgefið ummæli sín fyrir skemmstu.Nordic Photos / Getty Images B-riðill: Chelsea-Schalke 2-0 Florent Malouda kom Chelsea yfir snemma í leiknum þegar skot hans hafnaði óvænt í netinu eftir að Manuel Neuer, markvörður Schalke, missti skot hans í gegnum lappirnar sínar. Schalke jafnaði reyndar metin en mark Carlos Grossmüller var dæmt af vegna rangstöðu. En rétt eins og í fyrri hálfleik hófu þeir ensku síðari hálfleikinn af miklum krafti. Sending frá Paulo Ferreira frá hægri hitti beint á kollinn á Didier Drogba sem skoraði annað mark Chelsea í leiknum. Aftur fengu leikmenn Schalke gott færi en varamaðurinn Sören Larsen skallaði í stöngina á marki Chelsea. Boltinn fór af stönginni og beint í hendur Petr Cech.Vidar Riseth, til hægri, fagnar marki sínu í kvöld ásamt hinum markaskorara Rosenborg, Yssouf Kone.Nordic Photos / AFPRosenborg-Valencia 2-0 Það er búið að krýna nýja meistara í Noregi en meistarar síðasta árs, Rosenborg, tóku á móti spænska stórliðinu Valencia á sínum heimavelli. Og þar áttu þeir eftir að standa undir væntingum.Yssouf Kone kom heimamönnum yfir í síðari hálfleik og Vidar Riseth bætti við öðru skömmu síðar. Líklega einn merkasti sigur Rosenborg í sögu félagsins þar með staðreynd.Staðan í riðlinum:1. Chelsea 7 stig 2. Rosenborg 4 3. Valencia 3 4. Schalke 3Julio Cesar kom Olympiakos yfir á heimavelli Real Madrid en það dugði þó ekki til í kvöld.Nordic Photos / Getty ImagesC-riðill:Real Madrid-Olympiakos 4-2Raul kom Spánarmeisturunum yfir snemma í leiknum eftir mistök í liði Grikkjanna sem unnu sinn fyrsta útisigur í Meistaradeildinni, á Werder Bremen, í afar langan tíma í síðustu umferð. Sjálfstraust þeirra er því í góðu lagi og var það Luciano Galletti, fyrrum leikmaður Atletico Madrid, sem jafnaði metin skömmu síðar með glæsilegu skoti sem var algerlega óverjandi fyrir Iker Casillas. Grikkirnir urðu reyndar fyrir áfalli strax á þrettándu mínútu er Vassilis Torossidis fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot. En það kom ekki að sök. Julio Cesar kom Grikkjunum óvænt yfir snenmma í síðari hálfleik með laglegu marki beint sem kom eftir aukaspyrnu. Áhorfendur á Bernabeu voru ekki ánægðir með ganga mála og létu vel í sér heyra. Menn drógu andann aðeins léttar er Robinho skallar inn sendingu Sergio Ramos á 68. mínútu. Grikkirnir reyndu sitt besta til að halda í jafnteflið en þegar Christos Patsatzoglou braut á Robinho virtist öll von úti. Ruud van Niestelrooy fór hins vegar illa með spyrnuna og skaut langt yfir markið.Robinho tók þá völdin í sínar hendur og skoraði eftir undirbúning Nistelrooy skömmu síðar. Áhorfendur á Bernabeu fögnuðu þessu vel og innilega.Javier Balboa skoraði svo úr nánast síðustu spyrnu leiksins og Madrídingar unnu góðan 4-2 sigur eftir að hafa lent undir í leiknum, eftir að leikmanni Olympiakos var vikið af velli.Boubacar Sanogo, annar markaskorara Bremen, á hér í höggi við tvo leikmenn Lazio í leiknum í Þýskalandi í kvöld.Nordic Photos / BongartsWerder Bremen-Lazio 2-1 Werder Bremen hefur gengið vel í þýsku úrvalsdeildinni og eru þar í öðru sæti. Fyrir kvöldið var liðið hins vegar enn án sigurs í Meistaradeildinni.Boubacar Sanogo kom þeim hins vegar á bragðið með marki í fyrri hálfleik og Hugo Almeida bætti við öðru í þeim síðari. Christian Manfredini minnkaði muninn með marki á 82. mínútu en það dugði heldur skammt og mikilvægur sigur í höfn hjá Þjóðverjunum.Lazio er þó í vondum málum á botninum, þó með fleiri stig en Liverpool.Staðan í riðlinum:1. Real Madrid 7 stig 2. Olympiakos 4 3. Werder Bremen 3 4. Lazio 2Clarence Seedorf skoraði tvö lagleg mörk fyrir AC Milan í kvöld.Nordic Photos / AFPD-riðill:AC Milan-Shakhktar Donetsk 4-1Alberto Gilardino skoraði fyrsta mark AC Milan í leiknum og var það kærkomið þar sem gengið bæði heima fyrir og í Meistaradeildinni hefur verið heldur ábótavant.Gilardino skoraði svo annað mark AC Milan en Christiano Lucarelli minnkaði muninn snemma í seinni hálfleik. Lucarelli er fyrrum leikmaður Livorno og hefur á sínum ferli skorað níu mörk gegn AC Milan. Um 400 stuðningsmenn Livorno komu meira að segja á völlinn til að styðja sína gömlu hetju. Það voru þó Evrópumeistararnir sem bættu í. Clarence Seedorf bætti við þriðja og fjórða marki AC Milan og gerði þar með út um leikinn.Paul Hartley, leikmaður Celtic, reynir hér að hafa knöttinn af Gonzalo Bergessio, leikmanni Benfica.Nordic Photos / Getty ImagesBenfica-Celtic 1-0 Theodór Elmar Bjarnason var í leikmannahópi Celtic sem fór til Portúgals en var ekki í átján manna hópi Gordon Strachan að þessu sinni. Fyrri hálfleikur var markalaus en bæði lið reyndu að sækja. Benfica-menn voru meira með boltann en Artur Boruc, markvörður Celtic, stóð vaktina vel. Portúgalarnir sóttu stíft og undir lok leiksins tókst Oscar Cardozo að skila knettinum í netið og tryggja Benfica sigur.Staðan í riðlinum:1. AC Milan 6 stig 2. Shakhtar Donetsk 6 3. Benfica 3 4. Celtic 3
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti