Sala á notuðu húsnæði dróst saman um átta prósenta á milli mánaða í Bandaríkjunum í september en samdráttur sem þessi hefur ekki sést vestanhafs í sextán ár. Þá er þetta nokkru meiri samdráttur en reiknað var með.
Fasteignaverð lækkaði að sama skapi um 4,2 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Samtaka fasteignasala í Bandaríkjunum.
Fjármálasérfræðingar segja þetta vísbendingu um að samdráttarskeið geti vofað yfir vestanhafs, að sögn breska ríkisútvarpsins.