Spænska blaðið Sport fer fögrum orðum um Eið Smára Guðjohnsen eftir leikinn gegn Rangers í Meistaradeildinni í gær. "Eiður skein bjart í endurkomunni," sagði blaðið.
Blaðið segir Íslendinginn hafa sannað sig á ný fyrir þeim sem voru ef til vill búnir að missa trúna á hann og segir hann hafa fundið sig vel í stöðu framliggjandi miðjumanns.
"Eiður kom óvænt inn í liðið eftir langa fjarveru og brást ekki þegar til hans var leitað. Hann átti skínandi leik á Ibrox og var einn af bestu leikmönnum liðsins í erfiðum leik," segir í umsögn blaðsins.