Ólöglegt niðurhal stöðvað 23. október 2007 11:30 MYND/Getty Images Lögregluyfirvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lokað einni stærstu sjóræningjavefsíðu tónlistar í heiminum. Gerðar voru húsleitir í nokkrum íbúðum í Amsterdam og einni í Teesside þegar alþjóðalögreglan Interpol réðist til atlögu gegn meðlimavefsíðunni OiNK. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í Bretlandi í tengslum við málið í morgun. Oink var stjórnað frá Bretlandi og hafði frá áramótum lekið 60 stóralbúmum á netið áður en þau komu út í verslunum. Sjóræningjaniðurhal á óútgefinni tónlist er sérstaklega slæmt fyrir sölu og leiðir til ótímabærra hljóðblandana af upptökum tónlistarmanna sem ferðast um á netinu jafnvel mánuðum fyrir útgáfu. Maðurinn sem var handtekinn vinnur við upplýsingatækni og er frá Middlesbrough. Hann var fluttur til yfirheyrslu vegna gruns um svikasamsæri og brot á höfundaréttalögum. Talsmaður lögreglunnar í Bretlandi segir að síðan hafi verið sérlega ábatasöm og samanstaðið af skráarskiptum notendanna. Félagsaðild var háð boði annarra félagsmanna og félagsgjald borgað með framlögum af debit-eða kreditkortum til að tryggja áframhaldandi not af síðunni. Hann segir að meðlimir OiNK hafi verið hvattir til að dreifa efni á torrent skráarsniði og hafi orðið að halda áfram til að halda aðildinni gangandi. Þannig hafi á örfáum klukkutímum verið mögulegt að gera ólögleg fjöldaafrit af tónlist sem var dreift af síðunni til annarra síða og blogga. Netþjónn síðunnar var í Amsterdam og var tekinn í húsleit í síðustu viku. Það tók Bresku hljóðritunarsamtökin og Alþjóðlegu hljóðritunarsamtökin tvö ár að rannsaka málið. Tækni Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lokað einni stærstu sjóræningjavefsíðu tónlistar í heiminum. Gerðar voru húsleitir í nokkrum íbúðum í Amsterdam og einni í Teesside þegar alþjóðalögreglan Interpol réðist til atlögu gegn meðlimavefsíðunni OiNK. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í Bretlandi í tengslum við málið í morgun. Oink var stjórnað frá Bretlandi og hafði frá áramótum lekið 60 stóralbúmum á netið áður en þau komu út í verslunum. Sjóræningjaniðurhal á óútgefinni tónlist er sérstaklega slæmt fyrir sölu og leiðir til ótímabærra hljóðblandana af upptökum tónlistarmanna sem ferðast um á netinu jafnvel mánuðum fyrir útgáfu. Maðurinn sem var handtekinn vinnur við upplýsingatækni og er frá Middlesbrough. Hann var fluttur til yfirheyrslu vegna gruns um svikasamsæri og brot á höfundaréttalögum. Talsmaður lögreglunnar í Bretlandi segir að síðan hafi verið sérlega ábatasöm og samanstaðið af skráarskiptum notendanna. Félagsaðild var háð boði annarra félagsmanna og félagsgjald borgað með framlögum af debit-eða kreditkortum til að tryggja áframhaldandi not af síðunni. Hann segir að meðlimir OiNK hafi verið hvattir til að dreifa efni á torrent skráarsniði og hafi orðið að halda áfram til að halda aðildinni gangandi. Þannig hafi á örfáum klukkutímum verið mögulegt að gera ólögleg fjöldaafrit af tónlist sem var dreift af síðunni til annarra síða og blogga. Netþjónn síðunnar var í Amsterdam og var tekinn í húsleit í síðustu viku. Það tók Bresku hljóðritunarsamtökin og Alþjóðlegu hljóðritunarsamtökin tvö ár að rannsaka málið.
Tækni Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira