Ronaldinho verður ekki í leikmannahópi Barcelona sem mætir Villarreal í spænsku úrvalsdeildinni um helgina.
Ronaldinho lék með brasilíska landsliðinu í undankeppni HM 2010 í vikunni og náði af þeim sökum ekki að taka þátt í undirbúningi Börsunga fyrir leik helgarinnar af fullum krafti.
Santi Ezquerro kemur inn í hópinn í hans stað og að öllu óbreyttu ætti Eiður Smári Guðjohnsen einnig að vera í hópnum.
Talið er líklegt að táningurinn Bojan Krkic verði í byrjunarliði Börsunga um helgina.