Fótbolti

Eiður þarf að leita annað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður á æfingu með Barcelona.
Eiður á æfingu með Barcelona. Nordic Photos / AFP

Txiki Beguiristáin, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, segir að Eiður Smári Guðjohnsen verði að leita annað til að fá að spila reglulega með félagsliði.

Eiður Smári hefur ekkert fengið að spila með Börsungum á leiktíðinni og segir Beguiristáin að það hafi verið ákveðin mistök að fá hann til liðsins.

„Þegar leikmannahópurinn telur meira en 20 leikmenn verða alltaf ákveðin mistök. Eiður telur að hann muni fá tækifærið aftur en sem stendur eru Giovano og Bojan Krkic ofar í goggunarröðinni."

Hann tekur í svipaðan streng með annan sóknarmann Barcelona, Santiago Ezquerro, sem hefur vakið áhuga Everton og Bolton í ensku úrvalsdeildinni.

„Ef þeir fá ekki nægilega margar mínútur verða þeir að leita annað til að fá að spila reglulega. Ef okkur berst tilboð verðum við að ræða við leikmennina. Ég veit að Ezquerro hefur áhuga á því að spila erlendis."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×