Vísir kom Marel í vanda í Molde Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. október 2007 21:53 Marel Jóhann Baldvinsson, leikmaður Molde. Mynd/Hörður Viðtal Fréttablaðsins við Marel Baldvinsson sem birtist hér á Vísi hefur valdið miklu fjaðrafoki í Noregi og þá sérstaklega Molde. Í viðtalinu segir Marel, sem er leikmaður Molde í norsku 1. deildinni, að Molde sé draugabær og að hann myndi taka fyrstu flugvél heim gæfist honum tækifæri til þess. Norskir fjölmiðlar tóku málið upp og í dag birti eitt stærsta dagblað Noregs, Verdens Gang, heilsíðuumfjöllun um málið. Fjöldamargir netmiðlar í Noregi hafa fylgt málinu eftir og vísað í fréttina sem birtist hér á Vísi. „Þetta er búið að setja allt í háaloft," sagði Marel við Vísi. Hann hefur gert lítið úr ummælum sínum við Fréttablaðið í norskum fjölmiðlum. Þjálfari Molde hefur einnig rætt við Marel um málið og sagt að málinu væri lokið af hans hálfu. „Þjálfarinn sagði að ég væri fagmaður þegar kæmi að fótboltanum en fjölmiðlar hafa reyndar gert allt of mikið úr þessu. Það er búið að blása þetta upp margfalt verra en þetta er." Hann neitar því ekki að honum líkar lífið ekkert sérstaklega vel í Molde. „Það hefur þó ekkert að gera með neina persónu hér. Auðvitað langar mig að spila fótbolta með liðinu, sérstaklega þegar það er komið í úrvalsdeildina, en ef fjölskyldu manns líður illa hérna gerir það manni óneitanlega erfitt fyrir." Fótbolti.net birti frétt um málið í gær og sagði í fréttinni að Marel væri búinn að missa alla löngun til að spila fótbolta. „Það er algjör della," sagði Marel. „Þeir þýddu greinilega upp úr staðarblaðinu hér og gerðu það svona vitlaust. Í blaðinu stóð að einhverjir stuðningsmenn ætluðu hugsanlega að grípa til einhverra aðgerða gegn mér í næsta heimaleik og spurðu mig hvort mig kvíddi eitthvað fyrir því. Ég sagði að ég myndi ekki kvíða fyrir því að spila fótbolta. En fótbolti.net þýddi þetta sem svo að ég væri búinn að missa alla löngun til að spila fótbolta sem er auðvitað algjör fásinna." Marel hefur þó fengið þau skilaboð að félagið vilji halda honum út samningstímann sem nær út næsta tímabil. „Við verðum bara að sjá hvað verður," sagði Marel. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Molde aftur upp í úrvalsdeildina Með 3-1 sigri á Haugasundi í kvöld er ljóst að Molde er komið aftur upp í norsku úrvalsdeildina eftir árs fjarveru. Liðið er ellefu stigum frá þriðja sæti 1. deildarinnar en tvö efstu liðin komast beint upp. 8. október 2007 18:45 Væri til í að taka fyrstu flugvél heim frá Molde Það er ekki alltaf dans á rósum að vera atvinnumaður í knattspyrnu. Það vottar Kópavogsbúinn Marel Jóhann Baldvinsson sem leikur með Molde í Noregi. Þrátt fyrir gott gengi liðsins þá hundleiðist Marel Jóhanni lífið í Molde og ef hann mætti ráða einhverju þá væri hann kominn aftur heim til Íslands. 10. október 2007 07:45 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Sjá meira
Viðtal Fréttablaðsins við Marel Baldvinsson sem birtist hér á Vísi hefur valdið miklu fjaðrafoki í Noregi og þá sérstaklega Molde. Í viðtalinu segir Marel, sem er leikmaður Molde í norsku 1. deildinni, að Molde sé draugabær og að hann myndi taka fyrstu flugvél heim gæfist honum tækifæri til þess. Norskir fjölmiðlar tóku málið upp og í dag birti eitt stærsta dagblað Noregs, Verdens Gang, heilsíðuumfjöllun um málið. Fjöldamargir netmiðlar í Noregi hafa fylgt málinu eftir og vísað í fréttina sem birtist hér á Vísi. „Þetta er búið að setja allt í háaloft," sagði Marel við Vísi. Hann hefur gert lítið úr ummælum sínum við Fréttablaðið í norskum fjölmiðlum. Þjálfari Molde hefur einnig rætt við Marel um málið og sagt að málinu væri lokið af hans hálfu. „Þjálfarinn sagði að ég væri fagmaður þegar kæmi að fótboltanum en fjölmiðlar hafa reyndar gert allt of mikið úr þessu. Það er búið að blása þetta upp margfalt verra en þetta er." Hann neitar því ekki að honum líkar lífið ekkert sérstaklega vel í Molde. „Það hefur þó ekkert að gera með neina persónu hér. Auðvitað langar mig að spila fótbolta með liðinu, sérstaklega þegar það er komið í úrvalsdeildina, en ef fjölskyldu manns líður illa hérna gerir það manni óneitanlega erfitt fyrir." Fótbolti.net birti frétt um málið í gær og sagði í fréttinni að Marel væri búinn að missa alla löngun til að spila fótbolta. „Það er algjör della," sagði Marel. „Þeir þýddu greinilega upp úr staðarblaðinu hér og gerðu það svona vitlaust. Í blaðinu stóð að einhverjir stuðningsmenn ætluðu hugsanlega að grípa til einhverra aðgerða gegn mér í næsta heimaleik og spurðu mig hvort mig kvíddi eitthvað fyrir því. Ég sagði að ég myndi ekki kvíða fyrir því að spila fótbolta. En fótbolti.net þýddi þetta sem svo að ég væri búinn að missa alla löngun til að spila fótbolta sem er auðvitað algjör fásinna." Marel hefur þó fengið þau skilaboð að félagið vilji halda honum út samningstímann sem nær út næsta tímabil. „Við verðum bara að sjá hvað verður," sagði Marel.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Molde aftur upp í úrvalsdeildina Með 3-1 sigri á Haugasundi í kvöld er ljóst að Molde er komið aftur upp í norsku úrvalsdeildina eftir árs fjarveru. Liðið er ellefu stigum frá þriðja sæti 1. deildarinnar en tvö efstu liðin komast beint upp. 8. október 2007 18:45 Væri til í að taka fyrstu flugvél heim frá Molde Það er ekki alltaf dans á rósum að vera atvinnumaður í knattspyrnu. Það vottar Kópavogsbúinn Marel Jóhann Baldvinsson sem leikur með Molde í Noregi. Þrátt fyrir gott gengi liðsins þá hundleiðist Marel Jóhanni lífið í Molde og ef hann mætti ráða einhverju þá væri hann kominn aftur heim til Íslands. 10. október 2007 07:45 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Sjá meira
Molde aftur upp í úrvalsdeildina Með 3-1 sigri á Haugasundi í kvöld er ljóst að Molde er komið aftur upp í norsku úrvalsdeildina eftir árs fjarveru. Liðið er ellefu stigum frá þriðja sæti 1. deildarinnar en tvö efstu liðin komast beint upp. 8. október 2007 18:45
Væri til í að taka fyrstu flugvél heim frá Molde Það er ekki alltaf dans á rósum að vera atvinnumaður í knattspyrnu. Það vottar Kópavogsbúinn Marel Jóhann Baldvinsson sem leikur með Molde í Noregi. Þrátt fyrir gott gengi liðsins þá hundleiðist Marel Jóhanni lífið í Molde og ef hann mætti ráða einhverju þá væri hann kominn aftur heim til Íslands. 10. október 2007 07:45