Lokagengi Dow Jones aldrei hærra 9. október 2007 20:39 Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum. Fjárfestar vestanhafs þykja bjartsýnir á að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti í enda mánaðar. Myn/AFP Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag og fór Dow Jones-hlutabréfavísitalan í methæðir. Ástæðan voru auknar væntingar fjárfesta um að seðlabanki landsins muni halda áfram að lækka stýrivexti. Fundargerð bankastjórnarinnar frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi hennar í september var gerð opinber í dag en þar kemur fram að þrátt fyrir aukinn verðbólguþrýsting sé óttast að lausafjárkrísan í enda sumars geti haft áhrif á einkaneyslu og hagvöxt í Bandaríkjunum og því sé svigrúm fyrir frekari vaxtalækkun. Stýrivextir voru lækkaði um 50 punkta á síðasta fundi bankastjórnarinnar í september. Gert er ráð fyrir því að vextirnir lækki um allt að 25 punkta á næsta fundi stjórnarinnar í enda þessa mánaðar. Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,86 prósent og endaði í 14.164,53 stigum og hefur aldrei verið hærri í lok dags. Þá hækkaði S&P vísitalan sömuleiðis um 0,81 prósent og endaði í 1.565,15 stigum. Þá hækkaði Nasdaq-vísitalan um 0,59 prósent og endaði í 2.803,91 stigi. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag og fór Dow Jones-hlutabréfavísitalan í methæðir. Ástæðan voru auknar væntingar fjárfesta um að seðlabanki landsins muni halda áfram að lækka stýrivexti. Fundargerð bankastjórnarinnar frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi hennar í september var gerð opinber í dag en þar kemur fram að þrátt fyrir aukinn verðbólguþrýsting sé óttast að lausafjárkrísan í enda sumars geti haft áhrif á einkaneyslu og hagvöxt í Bandaríkjunum og því sé svigrúm fyrir frekari vaxtalækkun. Stýrivextir voru lækkaði um 50 punkta á síðasta fundi bankastjórnarinnar í september. Gert er ráð fyrir því að vextirnir lækki um allt að 25 punkta á næsta fundi stjórnarinnar í enda þessa mánaðar. Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,86 prósent og endaði í 14.164,53 stigum og hefur aldrei verið hærri í lok dags. Þá hækkaði S&P vísitalan sömuleiðis um 0,81 prósent og endaði í 1.565,15 stigum. Þá hækkaði Nasdaq-vísitalan um 0,59 prósent og endaði í 2.803,91 stigi.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira