Miðjumaðurinn Xavi segir að hann væri vel til í að spila fyrir hönd Katalóníuhéraðs ef svo færi að það fengi sjálfstæði. Xavi er spænskur landsliðsmaður og leikur með Barcelona.
Xavi er Katalóníumaður og hefur aldrei farið leynt með áhuga sinn á að spila fyrir "þjóð" sína. Hann hefur tekið þátt í nokkrum vináttuleikjum sem Katalónía hefur spilað á síðustu árum.
"Mesti heiður sem ég hef notið á ferlinum er að vinna titla og að vera kallaður í landsliðið. Það yrði mjög sérstakt að vera valinn fyrirliði katalónska landsliðsins, en ég á satt að segja ekki von á því að það rætist á næstunni," sagði miðjumaðurinn.