Malmö tapaði í dag mikilvægum leik fyrir Djurgården í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð. Dóra Stefánsdóttir var í byrjunarliði Malmö en var tekin af velli á 68. mínútu.
Ásthildur Helgadóttir sat á varamannabekk Malmö en hún er að jafna sig af meiðslum.
Malmö hefði með sigri komist í annað sæti deildarinnar en er þess í stað fjórum stigum á eftir Djurgården þegar lítið er eftir af mótinu.
Umeå er með örygga níu stiga forystu á toppi deildarinnar.