Handbolti

HK áfram í Evrópukeppninni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnar Hjaltested skoraði níu mörk fyrir HK í dag.
Ragnar Hjaltested skoraði níu mörk fyrir HK í dag.

HK komst í dag áfram í þriðju umferð EHF-bikarkeppninnar með því að leggja ítalska liðið Conversano að velli, 35-24.

Staðan í hálfleik var 13-11, HK-ingum í vil. Egidijus Petkevicius fór á kostum í fyrri hálfleik og varði alls átján af 21 skoti sínu þá.

HK-ingar skoruðu svo fimm fyrstu mörkin í síðari hálfleik og gerðu þar með út um leikinn.

Ragnar Hjaltested skoraði níu mörk fyrir HK, Augustas Strazdas kom næstur með sjö mörk og Árni Björn Þórarinsson skoraði sex mörk.

Liðin gerðu jafntefli í fyrri leik sínum í gær, 31-31, en báðir leikirnir fóru fram í Kópavogi.


Tengdar fréttir

Jafntefli hjá HK

HK gerði í kvöld 31-31 jafntefli við ítalska liðið Pallomano Conversano frá Ítalíu í fyrri leik liðanna í í undankeppni EHF-keppninnar í handbolta. Árni Þórarinsson og Augustas Strazdas skoruðu sex mörk hvor fyrir Kópavogsliðið. Leikurinn telst heimaleikur HK, en þau mætast aftur í Digranesi á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×