Í kvöld hefst 2. umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Reyndar er einn leikur hafinn en það er viðureign CSKA Moskva og Fenerbache í G-riðli. Aðrir leikir kvöldsins hefjast allir klukkan 18:45.
Aðalleikur kvöldsins á Sýn er viðureign Manchester United og Roma í F-riðlinum. Á hliðarrásum verður svo hægt að fylgjast með Steaua Búkarest - Arsenal og leik Stuttgart og Barcelona.
Eiður Smári Guðjohnsen er í nítján manna leikmannahópi Barcelona í kvöld en einn mun síðan detta út úr hópnum.
E-riðill
18:45 Lyon - Rangers
18:45 Stuttgart - Barcelona
F-riðill
18:45 Dynamo Kiev - Sport - Sporting Lissabon
18:45 Manchester United - Roma
G-riðill
16:30 CSKA Moskva - Fenerbache
18:45 Inter - PSV Eindhoven
H-riðill
18:45 Sevilla - Slavia Prag
18:45 Steaua Búkarest - Arsenal