Real Madrid tyllti sér aftur á topp spænsku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri á Real Betis nú í kvöld.
Staðan var jöfn í hálfleik en á 67. mínútu dæmdi dómari leiksins ansi vafasamt víti sem Raúl skoraði úr af öryggi.
Varamaðurinn Julio Baptista innsiglaði svo sigurinn á 85. mínútu með glæsilegu marki úr bakfallsspyrnu.
Real Madrid er enn taplaust í deildinni með þrettán stig eftir fimm leiki.
Betis er hins vegar enn án sigurs og situr í átjánda sæti deildarinnar með tvö stig.