Orð Kate þungamiðja rannsóknarinnar Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 25. september 2007 09:40 Kate og Gerry McCann á leið til lögmanna sinna í London í síðustu viku. MYND/AFP Breska blaðið Daily Mail greinir í dag frá fyrstu viðbrögðum Kate McCann eftir að Madeleine hvarf. Fyrsta vitnið af viðbrögðunum hefur nú komið fram í fjölmiðlum. Charlotte Pennington barnfóstra, segir að Kate hafi öskrað: „Þeir hafa tekið hana, þeir hafa tekið hana." Þessi orð hennar hafa orðið að þungamiðju rannsóknar portúgölsku lögreglunnar á hvarfi Madeleine. Hún spyr af hverju Kate hafi strax ályktað að dóttur hennar hafi verið rænt. McCann hjónin hafa brugðist við með því að halda því staðfastlega fram að Kate hafi öskrað: „Madeline er farin." Charlotte var með þeim fyrstu inn í íbúð fjölskyldunnar eftir hvarf dótturinnar. Hún segist hafa heyrt Kate nota báðar útgáfur, en ítrekar að hún viti ekki hvað Kate hafi sagt fyrst eftir að hvarfið uppgötvaðist. Barnfóstran er 20 ára gömul og gætti barna fyrir Mark Warner sumarleyfisíbúðirnar í Praia da Luz. Hún heldur því fram að hjónin séu saklaus. Hún lýsir Kate sem niðurbrotinni konu sem hefði skolfið og verið ófær um að hreyfa sig í kjölfar hvarfsins. Pennington er mikilvægt vitni fyrir portúgölsku lögregluna. Hún var yfirheyrð í fjóra og hálfan klukkutíma vegna málsins. Hún segir einnig að Robert Murat sem var fyrstur til að fá réttarstöðu grunaðs, hafi verið á svæðinu eftir hvarf Madeline litlu, en Því hefur hann staðfastelga neitað. Hún segir hann hafa staðið og fylgst með, það sé alveg öruggt að hann hafi verið á svæðinu. Fjölmiðlar í Portúgal þrýsta nú á lögregluyfirvöld að finna lík stúlkunnar strax, því annars eigi þau ekki möguleika á að ákæra foreldra Madeleine. Síðustu daga hefur töluvert verið fjallað um tvö mismunandi tilfelli þar sem fólk taldi sig hafa séð Madeleine í Marrakech í Morocco 9. maí síðastliðinn. Fyrri tilkynningin barst frá norskri konu sem sagðist hafa séð Maddie á bensínstöð. Seinni tilkynningin kom frá breskum ferðamanni sem hafði samband við lögreglu eftir heimkomu frá Marocco. Hann greindi frá því að hafa séð stúlkuna á svipuðum tíma og svipuðum stað og norska konan. Madeleine McCann Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Sjá meira
Breska blaðið Daily Mail greinir í dag frá fyrstu viðbrögðum Kate McCann eftir að Madeleine hvarf. Fyrsta vitnið af viðbrögðunum hefur nú komið fram í fjölmiðlum. Charlotte Pennington barnfóstra, segir að Kate hafi öskrað: „Þeir hafa tekið hana, þeir hafa tekið hana." Þessi orð hennar hafa orðið að þungamiðju rannsóknar portúgölsku lögreglunnar á hvarfi Madeleine. Hún spyr af hverju Kate hafi strax ályktað að dóttur hennar hafi verið rænt. McCann hjónin hafa brugðist við með því að halda því staðfastlega fram að Kate hafi öskrað: „Madeline er farin." Charlotte var með þeim fyrstu inn í íbúð fjölskyldunnar eftir hvarf dótturinnar. Hún segist hafa heyrt Kate nota báðar útgáfur, en ítrekar að hún viti ekki hvað Kate hafi sagt fyrst eftir að hvarfið uppgötvaðist. Barnfóstran er 20 ára gömul og gætti barna fyrir Mark Warner sumarleyfisíbúðirnar í Praia da Luz. Hún heldur því fram að hjónin séu saklaus. Hún lýsir Kate sem niðurbrotinni konu sem hefði skolfið og verið ófær um að hreyfa sig í kjölfar hvarfsins. Pennington er mikilvægt vitni fyrir portúgölsku lögregluna. Hún var yfirheyrð í fjóra og hálfan klukkutíma vegna málsins. Hún segir einnig að Robert Murat sem var fyrstur til að fá réttarstöðu grunaðs, hafi verið á svæðinu eftir hvarf Madeline litlu, en Því hefur hann staðfastelga neitað. Hún segir hann hafa staðið og fylgst með, það sé alveg öruggt að hann hafi verið á svæðinu. Fjölmiðlar í Portúgal þrýsta nú á lögregluyfirvöld að finna lík stúlkunnar strax, því annars eigi þau ekki möguleika á að ákæra foreldra Madeleine. Síðustu daga hefur töluvert verið fjallað um tvö mismunandi tilfelli þar sem fólk taldi sig hafa séð Madeleine í Marrakech í Morocco 9. maí síðastliðinn. Fyrri tilkynningin barst frá norskri konu sem sagðist hafa séð Maddie á bensínstöð. Seinni tilkynningin kom frá breskum ferðamanni sem hafði samband við lögreglu eftir heimkomu frá Marocco. Hann greindi frá því að hafa séð stúlkuna á svipuðum tíma og svipuðum stað og norska konan.
Madeleine McCann Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Sjá meira