Tífaldur munur á stærstu forlögunum Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 24. september 2007 18:45 Forlagið - sem verður til þegar Mál og menning og JPV sameinast - verður að minnsta kosti tífalt stærra en næst stærsta bókaútgáfa landsins. Miklar sviptingar hafa verið í útgáfuheimi landsins síðustu vikur. Mál og menning keypti útgáfuhluta Eddunnar og áður en við var snúið hafði JPV keypt Mál og menningu. Þá er Baugur kominn í bókaútgáfu, eða réttara sagt Hjálmur, sem stofnaði Skugga í sumar þar sem Illugi Jökulsson ræður ríkjum. En hverju breyta þessar nýjustu sviptingar á útgáfusenu landsins? Talið er að bókamarkaðurinn velti um þremur til þremur og hálfum milljarði króna á ári. Ef einungis er litið á samkeppnisbókamarkaðinn, og námsbækurnar ekki taldar með, þá var Eddan í fyrra langstærsta bókaútgáfa landsins með um einn komma fjóra milljarða króna í veltu, en útgáfuhlutinn var um 8-900 milljónir króna. JPV var næststærst, nærri hálfdrættingur á við Edduna með um 400 milljónir í veltu. Þriðja stærsta útgáfan Bjartur velti þá um 100 milljónum. Kippa af minni forlögum áttu síðan smásneið af markaðnum. Þótt Eddan hafi trónað yfir samkeppnisaðila sína í fyrra - þá er það ekkert í samanburði við það hvernig nýja útgáfan Forlagið - sem verður formlega til um næstu mánaðamót - mun gnæfa yfir aðra. Líkleg velta þess fyrirtækis er um 1,4 milljarðar á meðan næststærsta forlagið, sameinað forlag Bjarts og Veraldar, áætlar uppundir 140 milljóna króna veltu. Munurinn er tífaldur. Formaður Félags bókaútgefenda líst ekki illa á þessa nýju stöðu. Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, óttast ekki að útgáfurisi drepi minni forlögin. Risinn sitji við sama borð gagnvart smásalanum. Fréttir Innlent Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Forlagið - sem verður til þegar Mál og menning og JPV sameinast - verður að minnsta kosti tífalt stærra en næst stærsta bókaútgáfa landsins. Miklar sviptingar hafa verið í útgáfuheimi landsins síðustu vikur. Mál og menning keypti útgáfuhluta Eddunnar og áður en við var snúið hafði JPV keypt Mál og menningu. Þá er Baugur kominn í bókaútgáfu, eða réttara sagt Hjálmur, sem stofnaði Skugga í sumar þar sem Illugi Jökulsson ræður ríkjum. En hverju breyta þessar nýjustu sviptingar á útgáfusenu landsins? Talið er að bókamarkaðurinn velti um þremur til þremur og hálfum milljarði króna á ári. Ef einungis er litið á samkeppnisbókamarkaðinn, og námsbækurnar ekki taldar með, þá var Eddan í fyrra langstærsta bókaútgáfa landsins með um einn komma fjóra milljarða króna í veltu, en útgáfuhlutinn var um 8-900 milljónir króna. JPV var næststærst, nærri hálfdrættingur á við Edduna með um 400 milljónir í veltu. Þriðja stærsta útgáfan Bjartur velti þá um 100 milljónum. Kippa af minni forlögum áttu síðan smásneið af markaðnum. Þótt Eddan hafi trónað yfir samkeppnisaðila sína í fyrra - þá er það ekkert í samanburði við það hvernig nýja útgáfan Forlagið - sem verður formlega til um næstu mánaðamót - mun gnæfa yfir aðra. Líkleg velta þess fyrirtækis er um 1,4 milljarðar á meðan næststærsta forlagið, sameinað forlag Bjarts og Veraldar, áætlar uppundir 140 milljóna króna veltu. Munurinn er tífaldur. Formaður Félags bókaútgefenda líst ekki illa á þessa nýju stöðu. Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, óttast ekki að útgáfurisi drepi minni forlögin. Risinn sitji við sama borð gagnvart smásalanum.
Fréttir Innlent Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira