Airbus: Sterkt gengi evru til vandræða 21. september 2007 13:24 Fabrice Bregier, sem segir að allt stefni í uppsagnir hjá Airbus vegna styrkingar evru gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Mynd/AFP Stjórnendur evrópsku flugvélasmiðjunnar Airbus óttast að sterkt gengi evrunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum nú um stundir geti valdið því að fyrirtækið neyðist til að grípa til frekari uppsagna til að hagræða í rekstrinum. Fyrirtækið hefur lent í miklum áföllum síðustu ár, ekki síst vegna framleiðslu á A380-risaþotunni en framleiðsla hennar hefur tafist í rúm tvö ár. Allt stefnir í að fyrsta þotan verði afhent síðar á árinu. Vandræðin hafa leitt til þess að Airbus hefur sagt upp tugum þúsunda starfsmanna á árinu til að draga úr kostnaði. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Fabrice Bregier, aðstoðarframkvæmdastjóra Airbus, í dag að flugvélasmiðjurnar vanti einn milljarð evra til að ná upp í sparnaðaráætlun fyrirtækisins. Um helmingur af efniskostnaði Airbus greiðist nú um stundir í bandaríkjadölum og getur svo farið að fyrirtækið kasti evrunni að hluta fyrir bandaríkjadal með það fyrir augum að auka innkaup sín í dölum. Slíkt getur þýtt lægri rekstrarkostnað. Þetta felur í sér að dregið geti úr fjárfestingum Airbus. Evrópsk útflutningsfyrirtæki hafa gripið í svipaðan streng enda stefnir í minni útflutning frá evrusvæðinu vegna sterkrar stöðu evrunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Stjórnendur evrópsku flugvélasmiðjunnar Airbus óttast að sterkt gengi evrunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum nú um stundir geti valdið því að fyrirtækið neyðist til að grípa til frekari uppsagna til að hagræða í rekstrinum. Fyrirtækið hefur lent í miklum áföllum síðustu ár, ekki síst vegna framleiðslu á A380-risaþotunni en framleiðsla hennar hefur tafist í rúm tvö ár. Allt stefnir í að fyrsta þotan verði afhent síðar á árinu. Vandræðin hafa leitt til þess að Airbus hefur sagt upp tugum þúsunda starfsmanna á árinu til að draga úr kostnaði. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Fabrice Bregier, aðstoðarframkvæmdastjóra Airbus, í dag að flugvélasmiðjurnar vanti einn milljarð evra til að ná upp í sparnaðaráætlun fyrirtækisins. Um helmingur af efniskostnaði Airbus greiðist nú um stundir í bandaríkjadölum og getur svo farið að fyrirtækið kasti evrunni að hluta fyrir bandaríkjadal með það fyrir augum að auka innkaup sín í dölum. Slíkt getur þýtt lægri rekstrarkostnað. Þetta felur í sér að dregið geti úr fjárfestingum Airbus. Evrópsk útflutningsfyrirtæki hafa gripið í svipaðan streng enda stefnir í minni útflutning frá evrusvæðinu vegna sterkrar stöðu evrunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira