Gennaro Ivan Gattuso, miðjumaður AC Milan, segir að ef liðið ætli sér langt í Evrópukeppninni þurfi mórallinn í búningsklefanum að vera fyrsta flokks. AC Milan er ríkjandi Evrópumeistari en liðið mætir Benfica annað kvöld.
"Lykillinn er stemningin í búningsklefanum og það er ekkert leyndarmál. Þegar leikmaður eins og Paolo Maldini, 39 ára, er að spila í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og gefur allt í leikinn er andlegi þátturinn að spila inn í þetta," sagði Gattuso.
"Það er alltaf tími fyrir smá glens í búningsklefanum hjá okkur og það hefur sitt að segja. Mórallinn verður að vera fyrsta flokks."