Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar hefur einn starfsmann sænska fjárfestingabankans Carnegie í haldi vegna innherjasvika. Sænska blaðið Dagbladet segir hrinu innherjasvika í landinu beinast að litlum hópi manna í sænsku fjármálalífi. Innhverjasvikin hafa komið harkalega niður á gengi bréfa í bankanum.
Dagbladet segir fjölda svikamála sem þessara hafa skekið sænskt fjármálalíf á árinu en margt bendi til að hinir grunuðu séu kunningjar, útskrifaðir úr einum og sama viðskiptaháskólanum í Stokkhólmi.
Rannsókn lögreglunnar og svikamálin hafa komið illa við Carnegie en gengi bankans hefur fallið úr 160 sænskum krónum á hlut í 120 krónur síðan í febrúar á þessu ári.
Landsbankinn átti 20 prósenta hlut í Carnegie en seldi hann í fyrravor.