Eins og fram hefur komið þá hefur Landssamband hestamannafélaga gert samning við 365 miðla um útgáfu á átta síðna blaði um hesta og hestamennsku, sem mun koma sem innblað í Fréttablaðinu einu sinni í mánuði. Ritstjóri þessa nýja blaðs er Jens Einarsson, einn mesti hestapenni landsins, Hestafréttir sló á þráðinn til Jens og ræddi við hann um nýja verkefnið.
