Greenspan segir fjárfesta áhyggjufulla 7. september 2007 10:11 Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Mynd/Reuters Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir fjárfesta áhyggjufulla og einkenni ótti þeirra stöðuna á fjármálamarkaði upp á síðkastið. Hann líkti ástandinu á hlutabréfamörkuðum í kjölfar mikilla vanskila á bandarískum fasteignalánamarkaði nú við fall á mörkuðum árið 1987 og 1998. Greenspan, sem starfar sem ráðgjafi vogunarstjóða og ýmissa fjármálafyrirtækja, sagði ennfremur í ræðu, sem hann hélt í Washington í vikunni, að hækkun á hlutabréfamarkaði væri líkast bólu. „En mannkyn hefur aldrei kunnað að meðhöndla bólum," sagði hann og beitti þar fyrir sig svipuðu orðfæri og þegar hann lýsti hækkun á gengi hlutabréfa í Kína fyrr á árinu. „Það er óttinn sem stýrir ákvörðunum manna nú," sagði hann og líkti niðursveiflu á mörkuðum frá því skömmu eftir miðjan júlí við fall á hlutabréfamörkuðum á fyrri árum. Árið 1987 féll Dow Jones-vísitalan um rúm 20 prósent á einum degi en það er mesta lækkun hennar á friðartímum. Árið 1997 gekk hins vegar yfir mikil efnahagslægð yfir Asíu. Áhrifanna gætti á öðrum fjármálamörkuðum nokkru síðar, eða í Rússlandi og Brasilíu árið eftir. Í kjölfarið núllstillti japanski seðlabankinn stýrivexti til að blása í glæður efnahagslífsins og voru þeir ekki hækkaði fyrr en á síðasta ári. Breska ríkisútvarpið hefur eftir bandaríska seðlabankanum að tap fjármálafyrirtækja þar í landi nemi allt að 100 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 6.441 milljarði íslenskra króna, vegna vanskila á annars flokks fasteignalánum. Mjög hefur verið þrýst á að bankinn lækki stýrivexti til að auðvelda fjármálafyrirtækjum aðgengi að lánsfé og koma í veg fyrir lausafjárskort. Reiknað er með að það gangi eftir á næsta vaxtaákvörðunarfundi seðlabankans 18. september næstkomandi. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir fjárfesta áhyggjufulla og einkenni ótti þeirra stöðuna á fjármálamarkaði upp á síðkastið. Hann líkti ástandinu á hlutabréfamörkuðum í kjölfar mikilla vanskila á bandarískum fasteignalánamarkaði nú við fall á mörkuðum árið 1987 og 1998. Greenspan, sem starfar sem ráðgjafi vogunarstjóða og ýmissa fjármálafyrirtækja, sagði ennfremur í ræðu, sem hann hélt í Washington í vikunni, að hækkun á hlutabréfamarkaði væri líkast bólu. „En mannkyn hefur aldrei kunnað að meðhöndla bólum," sagði hann og beitti þar fyrir sig svipuðu orðfæri og þegar hann lýsti hækkun á gengi hlutabréfa í Kína fyrr á árinu. „Það er óttinn sem stýrir ákvörðunum manna nú," sagði hann og líkti niðursveiflu á mörkuðum frá því skömmu eftir miðjan júlí við fall á hlutabréfamörkuðum á fyrri árum. Árið 1987 féll Dow Jones-vísitalan um rúm 20 prósent á einum degi en það er mesta lækkun hennar á friðartímum. Árið 1997 gekk hins vegar yfir mikil efnahagslægð yfir Asíu. Áhrifanna gætti á öðrum fjármálamörkuðum nokkru síðar, eða í Rússlandi og Brasilíu árið eftir. Í kjölfarið núllstillti japanski seðlabankinn stýrivexti til að blása í glæður efnahagslífsins og voru þeir ekki hækkaði fyrr en á síðasta ári. Breska ríkisútvarpið hefur eftir bandaríska seðlabankanum að tap fjármálafyrirtækja þar í landi nemi allt að 100 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 6.441 milljarði íslenskra króna, vegna vanskila á annars flokks fasteignalánum. Mjög hefur verið þrýst á að bankinn lækki stýrivexti til að auðvelda fjármálafyrirtækjum aðgengi að lánsfé og koma í veg fyrir lausafjárskort. Reiknað er með að það gangi eftir á næsta vaxtaákvörðunarfundi seðlabankans 18. september næstkomandi.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira