Yahoo styrkir stöðuna gegn Google 5. september 2007 09:10 Jerry Yang, forstjóri Yahoo, fagnar eftir skráningu Yahoo á markað. Fyrirtækið hefur keypt markaðsfyrirtæki til að styrkja sig í samkeppninni gegn Google. Mynd/AFP Bandaríska netveitan Yahoo hefur keypt fyrirtækið BlueLithium, sem einbeitir sér að markaðssetningu á netinu. Kaupverð nemur 300 milljónum bandaríkjadala, tæpum 19,5 milljörðum íslenskra króna. Með kaupunum hyggst fyrirtækið styrkja stöðu sína í samkeppninni við netrisann Google. Tækni BlueLithium byggist á því að láta auglýsingar passa við áhugasvið netnotenda. Yahoo hefur gengið í gegnum nokkurn öldudal upp á síðkastið, ekki síst eftir að fyrirtækið virtist ætla að lúta í lægra haldi fyrir Google. Þá lækkaði hagnaður fyrirtækisins umtalsvert. Sviptingar urðu í stjórnendateymi fyrirtækisins í kjölfarið en fyrrum forstjóri fyrirtækisins stóð upp úr sæti sínu tók Jerry Yang, einn stofnenda fyrirtækisins, við stjórninni með það fyrir augum að blása í seglin. Á meðal helstu verka Yangs sem nýr forstjóri fyrirtækisins hefur hann látið kaupa nokkur netauglýsingafyrirtæki til að styrkja stöðu fyrirtækisins á auglýsingamarkaði en það er helsta tekjulind fyrirtækisins. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríska netveitan Yahoo hefur keypt fyrirtækið BlueLithium, sem einbeitir sér að markaðssetningu á netinu. Kaupverð nemur 300 milljónum bandaríkjadala, tæpum 19,5 milljörðum íslenskra króna. Með kaupunum hyggst fyrirtækið styrkja stöðu sína í samkeppninni við netrisann Google. Tækni BlueLithium byggist á því að láta auglýsingar passa við áhugasvið netnotenda. Yahoo hefur gengið í gegnum nokkurn öldudal upp á síðkastið, ekki síst eftir að fyrirtækið virtist ætla að lúta í lægra haldi fyrir Google. Þá lækkaði hagnaður fyrirtækisins umtalsvert. Sviptingar urðu í stjórnendateymi fyrirtækisins í kjölfarið en fyrrum forstjóri fyrirtækisins stóð upp úr sæti sínu tók Jerry Yang, einn stofnenda fyrirtækisins, við stjórninni með það fyrir augum að blása í seglin. Á meðal helstu verka Yangs sem nýr forstjóri fyrirtækisins hefur hann látið kaupa nokkur netauglýsingafyrirtæki til að styrkja stöðu fyrirtækisins á auglýsingamarkaði en það er helsta tekjulind fyrirtækisins.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira