Heyrnarlausir geta loks talað í gemsa Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 3. september 2007 18:45 Samfélag heyrnarlausra á Stór-Reykjavíkursvæðinu á líklega eftir að liggja í gemsanum næstu dagana. Arnar Ægisson segir að samskiptin við eiginkonuna eigi eftir að batna til muna frá og með morgundeginum. Arnar Ægisson er 27 ára gamall, faðir tveggja ára dóttur og starfsmaður á bílaverkstæði Heklu. Venjulegur ungur maður - nema að hann hefur eingöngu getað notað gemsann til að senda eiginkonu sinni, ættingjum og vinum SMS. En - frá og með klukkan níu í fyrramálið getur hann talað við konuna sína í gemsann. "Þegar við erum bæði komin með þessa síma, þá breytist heilmikið. Samskiptin verða miklu styttri, við getum talað beint saman á táknmáli og er mjög fljótlegt. Þetta verður miklu einfaldara með þriðju kynslóðinni," segir Arnar. Hann er ekki hræddur að launin étist upp í símakostnað, en myndsímtöl eru töluvert dýrari en talsímtöl. "Nei, nei, nei. Mér finnst mikilvægast að geta átt samskipti. Kostnaðurinn er seinni tíma vandamál." Rætt hefur verið um þriðju kynslóðar gemsa í áraraðir en það er sum sé ekki fyrr en á morgun sem þessi tækni kemst í gagnið hér á Íslandi - og þá eingöngu á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Um sjö þúsund 3. kynslóðar símar eru hér á landi en meginkostur tækninnar er að hún flytur meiri gögn hraðar en hingað til. Sem þýðir að hægt er að horfa á sjónvarpið í gemsanum - og tala við fólk í mynd. Það getur nýst við ýmsar aðstæður. "Þú getur til dæmis beint símanum að mótornum á bílnum þínum og þá er einhver sem getur sagt þér hvað þú átt að gera." Fréttir Innlent Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Sjá meira
Samfélag heyrnarlausra á Stór-Reykjavíkursvæðinu á líklega eftir að liggja í gemsanum næstu dagana. Arnar Ægisson segir að samskiptin við eiginkonuna eigi eftir að batna til muna frá og með morgundeginum. Arnar Ægisson er 27 ára gamall, faðir tveggja ára dóttur og starfsmaður á bílaverkstæði Heklu. Venjulegur ungur maður - nema að hann hefur eingöngu getað notað gemsann til að senda eiginkonu sinni, ættingjum og vinum SMS. En - frá og með klukkan níu í fyrramálið getur hann talað við konuna sína í gemsann. "Þegar við erum bæði komin með þessa síma, þá breytist heilmikið. Samskiptin verða miklu styttri, við getum talað beint saman á táknmáli og er mjög fljótlegt. Þetta verður miklu einfaldara með þriðju kynslóðinni," segir Arnar. Hann er ekki hræddur að launin étist upp í símakostnað, en myndsímtöl eru töluvert dýrari en talsímtöl. "Nei, nei, nei. Mér finnst mikilvægast að geta átt samskipti. Kostnaðurinn er seinni tíma vandamál." Rætt hefur verið um þriðju kynslóðar gemsa í áraraðir en það er sum sé ekki fyrr en á morgun sem þessi tækni kemst í gagnið hér á Íslandi - og þá eingöngu á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Um sjö þúsund 3. kynslóðar símar eru hér á landi en meginkostur tækninnar er að hún flytur meiri gögn hraðar en hingað til. Sem þýðir að hægt er að horfa á sjónvarpið í gemsanum - og tala við fólk í mynd. Það getur nýst við ýmsar aðstæður. "Þú getur til dæmis beint símanum að mótornum á bílnum þínum og þá er einhver sem getur sagt þér hvað þú átt að gera."
Fréttir Innlent Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Sjá meira