Um 10 þúsund aðkomumenn á Ljósanótt Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 1. september 2007 12:07 Ljósanótt í Reykjanesbæ hefur farið friðsamlega fram að sögn lögreglu, fyrir utan nokkur ölvunartilfelli og minniháttar líkamsárás. Hótel í bænum eru yfirfull og svæði fyrir hjólhýsi og húsbíla hefur verið sjöfaldað. Búist er við að mannfjöldinn verði yfir 40 þúsund í kvöld en tæplega 10 þúsund manns hafa komið í bæinn vegna hátíðarinnar. Dagskrá Ljósanætur er þéttskipuð ýmsum menningarviðburðum. Listasýningar fara fram víða um bæinn og í gærkvöldi var boðið upp á Dýrin í Hálsakógi á útisviði á Keflavíkurtúni. Kjötsúpa var í boði fyrir fyrstu fimm þúsund gestina og í kjölfarið fóru fram tónleikar á hátíðarsviði þar sem Hjálmar, Baggalútur, Megas og Hálft í hvoru komu fram. Mikill erill var í bænum að sögn lögreglu og var allt lið tiltækt að störfum auk þess sem aðstoð var fengin frá lögrelgunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglubátur er gerður út um helgina sem sinnir löggæslustörfum við ströndina, en bátahöfnin er full af seglskútum. Nokkur minni háttar mál komu til kasta lögreglunnar, meðal annars líkamsárás á veitingastaðnum Paddy´s þar sem karlmaður slasaðist lítillega. Hann var fluttur á sjúkrahús, en fékk að fara heim eftir skoðun. Einn gisti fangageymslur vegna ölvunar og tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur. Þá var karlmaður tekinn með lítið magn meintra fíkniefna og yfirheyrður. Honum var sleppt og telst málið upplýst. Nú klukkan eitt verður árgangagangan, en hápunktur hátíðarinnar er í kvöld á hátíðarsviðinu þar sem Garðar Thor Cortes kemur meðal annars fram og Ljósalagið verður flutt. Flugeldasýning verður síðan klukkan ellefu. Að sögn Steinþórs Jónssonar formanns Ljósanæturnefndarinnar hefur stemningin verið gríðarlega góð og ánægjulegt að sjá fjölgun þátttakenda á fimmtudags- og föstudagskvöldi frá síðustu árum. Dagskrá hátíðarinnar má finna á http://www.ljosanott.is/ en henni lýkur annað kvöld. Innlent Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Ljósanótt í Reykjanesbæ hefur farið friðsamlega fram að sögn lögreglu, fyrir utan nokkur ölvunartilfelli og minniháttar líkamsárás. Hótel í bænum eru yfirfull og svæði fyrir hjólhýsi og húsbíla hefur verið sjöfaldað. Búist er við að mannfjöldinn verði yfir 40 þúsund í kvöld en tæplega 10 þúsund manns hafa komið í bæinn vegna hátíðarinnar. Dagskrá Ljósanætur er þéttskipuð ýmsum menningarviðburðum. Listasýningar fara fram víða um bæinn og í gærkvöldi var boðið upp á Dýrin í Hálsakógi á útisviði á Keflavíkurtúni. Kjötsúpa var í boði fyrir fyrstu fimm þúsund gestina og í kjölfarið fóru fram tónleikar á hátíðarsviði þar sem Hjálmar, Baggalútur, Megas og Hálft í hvoru komu fram. Mikill erill var í bænum að sögn lögreglu og var allt lið tiltækt að störfum auk þess sem aðstoð var fengin frá lögrelgunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglubátur er gerður út um helgina sem sinnir löggæslustörfum við ströndina, en bátahöfnin er full af seglskútum. Nokkur minni háttar mál komu til kasta lögreglunnar, meðal annars líkamsárás á veitingastaðnum Paddy´s þar sem karlmaður slasaðist lítillega. Hann var fluttur á sjúkrahús, en fékk að fara heim eftir skoðun. Einn gisti fangageymslur vegna ölvunar og tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur. Þá var karlmaður tekinn með lítið magn meintra fíkniefna og yfirheyrður. Honum var sleppt og telst málið upplýst. Nú klukkan eitt verður árgangagangan, en hápunktur hátíðarinnar er í kvöld á hátíðarsviðinu þar sem Garðar Thor Cortes kemur meðal annars fram og Ljósalagið verður flutt. Flugeldasýning verður síðan klukkan ellefu. Að sögn Steinþórs Jónssonar formanns Ljósanæturnefndarinnar hefur stemningin verið gríðarlega góð og ánægjulegt að sjá fjölgun þátttakenda á fimmtudags- og föstudagskvöldi frá síðustu árum. Dagskrá hátíðarinnar má finna á http://www.ljosanott.is/ en henni lýkur annað kvöld.
Innlent Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira