Bernanke ekki að flýta sér 30. ágúst 2007 09:45 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Wall Street Journal segir hann ekki ætla að hlaupa til og lækka stýrivexti. Mynd/AFP Seðlabanki Bandaríkjanna ætlar ekki að hlaupa til og lækka stýrivexti. Bankinn vill að fjármálafyrirtæki líti ekki svo á að bankinn eigi að hjálpa fyrirtækjunum úr þeim vanda sem þau hafi komið sér sjálf í. Þetta segir bandaríska dagblaðið Wall Street Journal í dag. Blaðið bendir á að Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri og forveri Ben Bernankes, hafi brugðist við viðlíka hræringum með vaxtalækkun. Seðlabankinn hefur brugðist við með ýmsum hætti, svosem með því að dæla fjármagni inn í efnahagslífið og lækka daglánavexti fyrr í mánuðinum. Bankinn hefur hins vegar ekkert látið upp um það hvort hann lækki stýrivexti, sem staðið hafa í 5,25 prósentum síðan í júní í fyrra. Wall Street Journal bendir sömuleiðis á að Bernanke vilji breyta ímynd bankans á þá lund að fjármálafyrirtæki líti ekki á hann sem stuðpúða, sem komi fyrirtækjum til hjálpar með jafn áhrifamiklum hætti og með lækkun stýrivaxta. Ýjað hefur verið að því að Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri, hafi sagt á fundi með þýska bankanum Deutsche Bank fyrir nokkru að hann hefði brugðist við þrengingum á fjármálamarkaði með lækkun stýrivaxta. Greenspan hefur hins vegar neitað því og aldrei sagst hafa tjáð sig um málið með þessum hætti. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Seðlabanki Bandaríkjanna ætlar ekki að hlaupa til og lækka stýrivexti. Bankinn vill að fjármálafyrirtæki líti ekki svo á að bankinn eigi að hjálpa fyrirtækjunum úr þeim vanda sem þau hafi komið sér sjálf í. Þetta segir bandaríska dagblaðið Wall Street Journal í dag. Blaðið bendir á að Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri og forveri Ben Bernankes, hafi brugðist við viðlíka hræringum með vaxtalækkun. Seðlabankinn hefur brugðist við með ýmsum hætti, svosem með því að dæla fjármagni inn í efnahagslífið og lækka daglánavexti fyrr í mánuðinum. Bankinn hefur hins vegar ekkert látið upp um það hvort hann lækki stýrivexti, sem staðið hafa í 5,25 prósentum síðan í júní í fyrra. Wall Street Journal bendir sömuleiðis á að Bernanke vilji breyta ímynd bankans á þá lund að fjármálafyrirtæki líti ekki á hann sem stuðpúða, sem komi fyrirtækjum til hjálpar með jafn áhrifamiklum hætti og með lækkun stýrivaxta. Ýjað hefur verið að því að Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri, hafi sagt á fundi með þýska bankanum Deutsche Bank fyrir nokkru að hann hefði brugðist við þrengingum á fjármálamarkaði með lækkun stýrivaxta. Greenspan hefur hins vegar neitað því og aldrei sagst hafa tjáð sig um málið með þessum hætti.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira