Hlutabréf hækka í Evrópu og Asíu 30. ágúst 2007 09:07 Maður virðir fyrir sér upplýsingaskilti við kauphöllina í Tókýó í Japan. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og Asíu í dag. Þetta er í takti við hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær en fjárfestar vestanhafs segja auknar líkur á að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti í september til að bregðast við aðstæðum á fjármálamarkaði. Hlutabréfavísitölur ytra lækkuðu nokkuð á mánudag og þriðjudag þar sem greiningarfyrirtæki spáðu því að samdráttur á bandarískum fasteignamarkaði gæti komið niuðr á afkomu stærstu fjármálafyrirtækja í heimi sem hafi fjárfest í bandarískum fasteignalánasöfnum. Þá hafa verið blikur á lofti að einkaneysla gæti dregist saman í Bandaríkjunum en það gæti komið niður á hagvexti í landinu og jafnvel smitað út frá sér. Þrátt fyrir þetta hefur Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, ekkert sagt til um hvort vextirnir verði lækkaðir að öðru leyti en því að bankinn sé tilbúinn til að bregðast við þreningnum á markaðnum. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur hækkað um tæpt prósent það sem af er dags, þýska Dax-vísitalan um tæp 0,5 prósent og franska Cac-40 vísitalan hefur hækkað um rúm 1,2 prósent. Norðurlöndin hafa ekki farið varhluta af hækkuninni. Þannig hefur hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Ósló í Noregi hækkað um tæp tvö prósent og C20-vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hækkað um tæp 0,8 prósent. Þá hækkaði Nikkei-vísitalan um 0,9 prósent við lokun markaða í Japan í dag. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og Asíu í dag. Þetta er í takti við hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær en fjárfestar vestanhafs segja auknar líkur á að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti í september til að bregðast við aðstæðum á fjármálamarkaði. Hlutabréfavísitölur ytra lækkuðu nokkuð á mánudag og þriðjudag þar sem greiningarfyrirtæki spáðu því að samdráttur á bandarískum fasteignamarkaði gæti komið niuðr á afkomu stærstu fjármálafyrirtækja í heimi sem hafi fjárfest í bandarískum fasteignalánasöfnum. Þá hafa verið blikur á lofti að einkaneysla gæti dregist saman í Bandaríkjunum en það gæti komið niður á hagvexti í landinu og jafnvel smitað út frá sér. Þrátt fyrir þetta hefur Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, ekkert sagt til um hvort vextirnir verði lækkaðir að öðru leyti en því að bankinn sé tilbúinn til að bregðast við þreningnum á markaðnum. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur hækkað um tæpt prósent það sem af er dags, þýska Dax-vísitalan um tæp 0,5 prósent og franska Cac-40 vísitalan hefur hækkað um rúm 1,2 prósent. Norðurlöndin hafa ekki farið varhluta af hækkuninni. Þannig hefur hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Ósló í Noregi hækkað um tæp tvö prósent og C20-vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hækkað um tæp 0,8 prósent. Þá hækkaði Nikkei-vísitalan um 0,9 prósent við lokun markaða í Japan í dag.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira