OMX sendir spurningalista til Dubai 29. ágúst 2007 14:34 Robert Greifeld, forstjóri Nasdaq. Hann hefur rætt við hluthafa í OMX síðustu daga til að tryggja að yfirtakan á norrænu kauphallarsamstæðunni gangi í gegn. Mynd/AFP Stjórn norrænu OMX-kauphallarsamstæðunnar sendi kauphöllinni í Dubai bréf í dag þar sem svara er óskað við nokkrum spurningum svo hægt sé að meta yfirtökutilboð kauphallarinnar í OMX. Nasdaq hafði áður gert yfirtökutilboð í OMX-samstæðuna, sem meðal annars rekur Kauphöllina hér. Í tilkynningu frá OMX segir að stjórn OMX-samstæðunnar hafi lýst yfir stuðningi við tilboðið frá Nasdaq. Yfirtökutilboð kauphallarinnar í Dubai í OMX hljóðar upp á 230 sænskar krónur í hlut en tilboð Nasdaq er upp á 210 sænskar krónur á hlut. Tilboð Nasdaq samanstendur af hlutum í sameiginlegu félagi auk greiðslu í reiðufé en tilboð markaðarins í Dubai hljóðaði upp á að greitt verði með reiðufé fyrir alla hlutina. Kauphöllin í Dubai hefur þegar greint frá því að hún hafi tryggt sér rúman 25 prósenta hlut í OMX. Vegna yfirtökubaráttunnar hefur Robert Greifeld, forstjóri Nasdaq, farið til Svíþjóðar og rætt þar við stjórn OMX-samstæðunnar og reynt að tryggja að yfirtökutilboð Nasdaq í samstæðuna nái fram að ganga. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Stjórn norrænu OMX-kauphallarsamstæðunnar sendi kauphöllinni í Dubai bréf í dag þar sem svara er óskað við nokkrum spurningum svo hægt sé að meta yfirtökutilboð kauphallarinnar í OMX. Nasdaq hafði áður gert yfirtökutilboð í OMX-samstæðuna, sem meðal annars rekur Kauphöllina hér. Í tilkynningu frá OMX segir að stjórn OMX-samstæðunnar hafi lýst yfir stuðningi við tilboðið frá Nasdaq. Yfirtökutilboð kauphallarinnar í Dubai í OMX hljóðar upp á 230 sænskar krónur í hlut en tilboð Nasdaq er upp á 210 sænskar krónur á hlut. Tilboð Nasdaq samanstendur af hlutum í sameiginlegu félagi auk greiðslu í reiðufé en tilboð markaðarins í Dubai hljóðaði upp á að greitt verði með reiðufé fyrir alla hlutina. Kauphöllin í Dubai hefur þegar greint frá því að hún hafi tryggt sér rúman 25 prósenta hlut í OMX. Vegna yfirtökubaráttunnar hefur Robert Greifeld, forstjóri Nasdaq, farið til Svíþjóðar og rætt þar við stjórn OMX-samstæðunnar og reynt að tryggja að yfirtökutilboð Nasdaq í samstæðuna nái fram að ganga.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira