Góður endir á vikunni 25. ágúst 2007 10:04 Úr kauphöllinni í New York. Fjárfestar þóttu einkar jákvæðir eftir óvæntar fréttir af fasteignamarkaði vestanhafs í gær. Fjárfestar í Bandaríkjunum virðast hafa verið bjartsýnni í gær en aðra daga vikunnar en hækkun var á helstu hlutabréfavísitölum við lokun fjármálamarkaða á Wall Street í gær. Tölur viðskiptaráðuneytisins vestra um aukna sölu á nýjum fasteignum í skugga samdráttar á fasteignalánamarkaði og aukin eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum er helsta ástæða hækkunarinnar. Samkvæmt tölum ráðuneytisins jókst sala á nýjum fasteignum um 2,8 prósent í júlí. Þetta eru nokkuð óvæntar niðurstöður enda hafa flestir reiknað með því að slæmar fréttir af fasteignamarkaði vestanhafs ættu enn eftir að koma fram. Breska ríkisútvarpið segir greinendur til dæmis hafa reiknað með samdrætti upp á fjögur prósent í mánuðinum og því hafi niðurstaðan komið þeim mjög á óvart. Þá sýna tölur ráðuneytisins jafnframt fram á að eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum á borð við bíla, varahluti, húsgögn og húsbúnað jókst um 5,9 prósent í síðasta mánuði. Eftirspurnin hefur ekki verið jafn mikil í tíu mánuði og kom greinendum mjög á óvart. Þessar fréttir urðu til þess að Nasdaq-vísitalan, sem hafði sveiflast beggja vegna núllsins á markaði yfir daginn, hækkaði um tæp 1,4 prósent og endaði í 2.576.69 stigum. Dow Jones-vísitalan hækkaði á sama tíma um 1,08 prósent og endaði í 13.378,87 stigum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fjárfestar í Bandaríkjunum virðast hafa verið bjartsýnni í gær en aðra daga vikunnar en hækkun var á helstu hlutabréfavísitölum við lokun fjármálamarkaða á Wall Street í gær. Tölur viðskiptaráðuneytisins vestra um aukna sölu á nýjum fasteignum í skugga samdráttar á fasteignalánamarkaði og aukin eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum er helsta ástæða hækkunarinnar. Samkvæmt tölum ráðuneytisins jókst sala á nýjum fasteignum um 2,8 prósent í júlí. Þetta eru nokkuð óvæntar niðurstöður enda hafa flestir reiknað með því að slæmar fréttir af fasteignamarkaði vestanhafs ættu enn eftir að koma fram. Breska ríkisútvarpið segir greinendur til dæmis hafa reiknað með samdrætti upp á fjögur prósent í mánuðinum og því hafi niðurstaðan komið þeim mjög á óvart. Þá sýna tölur ráðuneytisins jafnframt fram á að eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum á borð við bíla, varahluti, húsgögn og húsbúnað jókst um 5,9 prósent í síðasta mánuði. Eftirspurnin hefur ekki verið jafn mikil í tíu mánuði og kom greinendum mjög á óvart. Þessar fréttir urðu til þess að Nasdaq-vísitalan, sem hafði sveiflast beggja vegna núllsins á markaði yfir daginn, hækkaði um tæp 1,4 prósent og endaði í 2.576.69 stigum. Dow Jones-vísitalan hækkaði á sama tíma um 1,08 prósent og endaði í 13.378,87 stigum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira